Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Blaðsíða 72
52
TÍMARIT bJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLBNDINGA.
eyja; svo fundu þeir Færeyjar,
Island og Grænland, og loks tóku
þeir hina syðri leið beint til Græn-
lands, milli Hjaltlands og Fær-
eyja, eins og sagt er um Leif, og
þá mátti ekki mikið út af bera, að
þeir ekki rækjust á meginland
Ameríku. Það þurfti kjark og
karlmensku til slíkra ferða, með
þeim tækjum, er menn þá liöfðu,
og gátu þeir búist við að komast í
allskonar hættur og að mæta ó-
freskjum og illvættum, sem sam-
kvæmt almanna rómi áttu að haf-
ast við í úthafinu.
Ef ein'hverjir legðu nú út á
djúpið, þó ekki væri lcngra en
milli íslands og Færeyja, án þess
að hafa leiðarstein, sjókort eða
hraðamælir, mundu flestir telja
þá viti sínu f jær, enda mætti búast
við, að þeir yrðu ekki vel reiðfara.
En þetta gerðu þfó Norðmenn í
gamla daga og komust víst oftast
að leiðarenda. Á tímum Yínlands-
ferðanna þektu þeir ekki leiðar-
steininn, sjókort liöfðu þeir engin
eða hraðamiæli; ef til vill liafa þeir
stundum haft blýsökku til dýpta-
mælinga. Stundaglasið hafa þeir
víst ekki þekt, og engin verkfæri
til að mæla breidd og lengd; að
]>ví er breiddina snerti fóru þeir
eftir sólarganginum, en ekki var
þeim mögulegt með því að ná
neinni nákvæmni; um lengdina
gátu þeir víst ekkert vitað með
vissu, en þeir gatu sér til um hana
af fuglum, ís, hita og lit sjóarins,
þar sem þeir voru svo kunnugir,
að þeir gátu dregið ályktanir af
því. Á daginn sigldu þeir eftir
sólinni, á næturna eftir leiðar-
stjörnunni (pólarstjörnunni). Nú
eru í norðurhluta Atlantshafsins
þokur, stormar og dimmviðri
mjög títt, og má geta því nærri,
að formnenn hafa oft komist í
krappan að átta sig þar. Sólarstein
hafa þeir ef til vill notað, þó það
sé ekki alveg víst. Stundum hafa
þeir tekið fugla með sér, eins og
Hrafna-Flóki gerði. En þess ber
að gæta, að fyrrum voru menn
miklu atliugulli en nú á tímum, þeg-
ar þeir hafa svo mörg og nákvæm
verkfæri til aðstoðar. “Nemdu
vandlega birting lofts og gang
himintungla, dægrafar og eyktar-
skipan, ok kunn vel at skilja ok
marka, hversu þverr eða vex ú-
kyrrfeikr sjóar”, segir faðirinn í
Konungsskuggsjá. Stýrimenn
urðu þá að vera fróðir menn og
glöggir, þurftu að þekkja loftslag
og landslag, dýralíf og jurta, svo
að þeir gætu af því getið sér til,
hvar þeir væru og hvert halda
skyldi; Þannig segir um Þorstein
Eiríksson í Eiríks sögu, að þeir
höfðu fugl af Irlandi. 0g þá var
ekki heldur aðbúnaðurinn á sltip-
unum sem beztur; kait. hefir þar
verið einatt og vosbúð mikil, og
meðan þeir voru á sjó úti, gátu
þeir ekki fengið neitt heitt að liita
sér á; alt varð að eta og drekka
kalt, því að ekki varð þá eldur
hafður um hönd. Maturinn hefir
víst verið mestmegnis harður
fiskur, þurkað eða reykt kjöt,
kornmeti og smjör, en drykkurinn
vatn, sýra eða ef til vill mjöður.
Hvernig þeir gátu birgt sig upp
með nóg vatn í íangferðir, er ekki
gott að vita. Að fara frekar út í
þetta efni hér, er þó ekki ætlan
mín. En því meir, sem menn
kynnast siglingum og sjóferðum
hinna fornu Norðmanna, því ljós-
ara verður það, hvílíkir afreks-
menn þeir voru á því sviði.