Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Blaðsíða 99
ISLAND FULLVALDA RIKI.
79
inni, hefir liaft í för með sér aukna
þjóðarvakning, aukinn þjóðar-
þrótt, aukna þjóðar-starfsemi, og
aukinn þjóðarauð, þá geturn vér
Islendingar og allir, sem íslandi
unna, gjört okkur glaða von um,
að fullveldi íslenzku þjóðarinnar
niuni knýja fram lijá lienni í fýllra
mæli starfsþrótt irennar og þjóð-
kosti.
Islenzka þjóðin á nú fyrir liönd-
um, að ráða fram úr mörgum og
'stórum vandamálum f nálægri
framtíð. A úrslitum margra þeirra
mála veltur það, hvort þjóðinni
eykst sjálfstæði í reyndinni við
það að verða fnllvaida þjóð. En
ef íslenzka þjóðin lætur vera vak-
andi í hugsun sinni og sýnir í
störfum sínum, að hún muni liið
spaklega Aldamótakvæði Hannes-
ar Hafsteins:
“Starfið er margt, en eitt er
hræðraíbandið,
boðorðið, hvar sem þér í fylk-
ing standið,
hvernig sem stríðið þá og þá
er blandið.
það er að elska, byggja og
treysta á landið”,
þá, og þá að eins, mun Island og
hin íslenzka þjóð eiga bjarta fram-
tíð fyrir höndum.
V ísur
Eftir GuSrúnu skáldkonu bórðardóttur
frá Valshamri.
Hjartað sýkist, æðar önd,
Öll svo myrðist gleðin,
Mér ei hjúkrar hlýdeg hönd,
Hún er stirð og freðin.
Það má kalla byngsta stríð,
Þróast kali’ í geði,
Eg má varla eyktar-tið
Eiga mér til gleði.
Nú er hrelda lundin lin,
Ljótir fjötrar beygja,
Eg á heldur engan vin
Angur mitt að segja.
Sérhvað hræðir muna minn,
Magnað kæluslögum.
Friðar-hæða fulltrúinn
Forði mæðuhögum.
Ljósið d£fnar dagsins ótt,
Drýpur tár af hvörmum.
Eg mun sofna sætt og rótt
Sem í vinar örmum.
Jafnan þessa sé eg sýn,
—Sinni kært vér giörum—
Hugar- blessuð -brosin þín
Blika skært á vörum.