Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Blaðsíða 83
ISLBNDINGAR VAKNA.
63
fremur torskilinn, og minnir oft á
danska skáldið Schark-Staffelt, þó
liann stæli hann alls ekki. Þeim
svipar að ýmsu leyti saman, Steph-
ani Gr. Stephanssyni og Einari
Benediktssyni, þótt þeir búi livor
á sínum helmingi hnattarins. —
Þessum línuni er þangað ætlað,
sem ekki þarf aS lýsa Stephani G.
Stephanssvni nákvæmar.
Islendingar hafa ekki numiÖ
staðar við 'ljóðlist og skáldsögur,
þeir liafa einnig lagt fyrir sig leik-
ritgerð, eins og að framan lief-
verið sýnt. Sigurður Pétursson
lét leika “Hrólf” eftir sig í i'atínu-
skólanum á Hólavelli 1. des. 1795.
Auk Hrólfs samdi liann “Narfi”,
sem Rask lék í hér á landi. Næsta
leikritaskáldið varð Matth. Joch-
umsson, og er lians rita getið áð-
ur. Næst honum kom IndriÖi Ein-
arsson, og eftir liann eru 4 leikrit
prentuð. Þá Þorsteinn Egilsson,
sem hefir samið tvö leikrit. Þá
Guðmundur Magnússon, sem áður
er getið. Þá Jóhann Sigurjóns-
son, sem hefir samið “Fjalla-
Eyvind”, sem nú er frægt leikrit
orðið og hefir farið víða um
Þýzkaland og Norðurlönd. Hann
samdi þar á undan “Bóndann á
Hrauni” og síðar “Galdra-Loft”
og “Mörð”; síðasta leikritið hefir
ekki komið út á íslenzku enn þá.
Jóhann Sigurjónsson var í sumar,
þegar hann dó, álitinn mesta ieik-
ritaskáld á Norðurlöndum. Næst
á eftir honum kom f ram Guðmund-
ur Kamhan, sem samdi Iiadda-
Padda, er fékk óblandað lof beztu
listdómara í Danmörku, og
“Konga glimen” og “Guld”, sem
hvorug hefir komið út á íslcnzku,
þótt “Konungsglíman” hafi verið
leikin hér.
Hjá 90,000 manns eru þetta mikl-
ar bókmentir að vöxtunum, en það
eru gæðin, sem alt er komið undir.
Eámenn þjóð er afar tilfinninga-
næm fyrir áliti útlendinga, og ef
lagður er mælikvarði útlendinga á
íslenzkar bókmentir, þá höfum vér
fulla ástæðu til þess að miklast af
þeim. Betri mælikvarða, en þýð-
ingar erlendra manna á íslenzkum
bókum og kvæðum er naumast
liægt að benda á. Enginn erlend-
ur maður leggur verk í það að
þýða kvæði eða skáldrit, sem hann
álítur lítils virði; ])að er að vinna
fyrir gýg, og vita það fyrir fram.
Töluverðu af kvæÖum ljóðskáld-
anna eftir dag Jóns Þorláksson-
ar liefir verið snúið á dönsku og
þýzku. Og ýmsar af sög-um Guð-
mundar Magnússonar liafa verið
þýddar á dönsku, ein eða tvær smá-
sögur á frönsku og eitthvað liefir
komið út á ensku. “Piltur og
Stúlka” hefir verið þýdd á mörg
mál, þar á meðal á liollenzku.
Skáldsögur eftir Einar H. Kvaran
hafa verið þýddar á þýzku, dönsku,
ný-norrænu, sænsku og bömisku.
“Fjalla-Eyvindur” Jólianns Sig-
urjónssonar liefir verið þýddur á
sænsku og þýzku, þótt mér sé ekki
kunnugt um, að hann liafi komið
út á þýzku, og á norsku. ‘ ‘ Galdra-
Loftur” hefir verið þýddur á
sænsku. Höfundurinn skrifaði
bæði ritin upphaflega á dönsku, og
því er ekki talað um danska þýð-
ingu hér. “Sverð og bagall” Ind-
riða Einarssonar hefir verið þýdd-
ur á dönsku, þýzku og ensku. “Ný-
ársnóttin” að eins á þýzku.