Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 30

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 30
12 TÍMARIT -ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA út úr henni lífsskoðun þá, sem eigi aðeins fullnægði þreyttri sál höf- undarins, heldur gæti líka orðið trúarstafur mörgum nútímamanni. Þessi lífsskoöun er tvíhyggja, og eru ummæli Nordals, þau er eg til- færði í upphafi þessa máls, ein- mitt tekin úr ritgerðinni um Völu- spá. En hafi Nordal tekið Völuspá í guðspjallatölu, þá er það fyrir það, að hann hefir sjálfur sótt styrk í kvæðið. Kvaran benti á það í ein- hverri grein sinni, að Nordal hefði enn verið einhyggjumaður, er hann reit hugleiðinguna um bergkristall- inn í Hel. Eftir viðureignina við Völuspá er hann það ekki lengur. Er gaman að sjá, hversu kvæðið geldur fósturlaunin. IV. En — ef svo er, að Nordal legg- ur sjálfan sig til í hvert það rit, er hann skýrir, er þá ekki hættu- legt að reiða sig á þær skýringar, eru þær ekki fölsun? 1 strangasta skilningi mun svo vera. En það er að nokkru leyti óumflýjanleg fölsun. Enginn maður skilur kvæði nákvæmlega sömu skilningu og skáldið sem orti það; og hefir Nordal skemtilega skýrt það sjónarmið í greininni Viljinn og verkið. Þar segir hann frá kvæði, sem honum virtist leirburður einn, en manninum, sem orti, andagift. Á hinn bóginn getur svo farið, að verk, sem höfundi þótti lítils um vert sjálfum, verði öðrum mönnum að tjáningu djúprar speki. Dæmi þess er ef til vill saga Guð- mundar Friðjónssonar: Gamla hey- ið. Hefir. sú saga hlotið mjög ein- róma lof, og mun Guðmund eigi hafa órað fyrir því, er hann setti hana saman, því sjálfur telur hann sig hafa ritað betri sögur. En bezta trygging fyrir réttum og frjósömum skilningi fornra og nýrra verka er sú, að þau sé skýrð af manni, er á í sál sinni strengi, er hljómað geta í samræmi við hátt verksins. Því fleiri strengir, sem eru á hörpu skýrandans, því meiri líkur eru til þess, að einhver þeirra hljómi í hátt við verkið, með öðr- um orðum: hann skilji það. Því hlýtur marglyndi að vera kostur á hverjum skýranda og tilfinningalíf hans má ekki vera fyrir borð borið af þurru viti. En þetta hefir einmitt löngum viljað brenna við um norrænufræð- inga vora. Þeir hafa fyrst og fremst verið skarpvitrir skynsemisþjark- ar. Og Nordal veit vel, hvað hann gerir, þegar hann slítur félagsskap við þessa menn. Hann deilir á þá fyrst og fremst fyrir að staðnæmast við undir- stöðuatriði skýringarinnar, án þess að byggja nokkuð ofan á þau, án þess að spyrja um insta kjarna verkanna. Hann deilir á það, að þeir létu sér aldrei til hugar koma, að leita að andanum, vildu láta aðra um það að vera heimspeking- ar og prédikarar. “í þessum skoðunarhætti,” segir Nordal, “er hæði skammsýni og hugleysi. Svo framarlega sem menn fara að fást við andlega hluti, eiga þeir ekki að nema staðar fyr en að andanum er komið. Svo mikill ljóður sem það er á fræðimanni, að leggja andríki sjálfs sín inn í ann- ara rit, þá er hitt engu síður á-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.