Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 32
14
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ans höfðingja, af því að hann er í
ætt við þá. Sá Snorri, sem hann
leiðir fram á sjónarsviðið, er á
marga lund eins og samborin bróð-
ir hans sjálfs. Hann er t. d. ekki
einungis skáld og fræðimaður,
heldur líka höfðingi og heimsmað-
ur. Að vísu hefir Nordal aldrei lagt
sig eftir pólitískum frama eins og
Snorri gerði, enda er öldin önnur
nú en í tíð Sturlunga. Eða hver ef-
ast um það að Nordal hafi viljað
vera höfðingi í andans heimi, mik-
ils metinn háskólakennari og fræg-
ur rithöfundur? Því hefir honum
hlotið að vera ervitt um val, þegar
Norðmenn buðu honum kennara-
stói í íslenzkum fræðum við há-
skólann í Osló. Þar buðust honum
mörg hlunnindi, sem hann varð að
fara á mis við í fásinni Reykjavík-
ur: meiri bókakostur, glæsilegra
félagslíf meðal ágætra samverka-
manna. Þó reyndist sú rammari
taugin, er rekka dregur föðurtúna
til, og Nordal fór hvergi.
Eins og hjá Snorra, kemur glæsi-
menska Nordals mjög fram í ritum
hans. Næstum hver lína er fáguð
af smekk höfðingjans. En þessi
smekkur er framar öllu einkendur
með einu orði: hófsemi. Og þetta
mark er eigi aðeins á ritum hans
og fyrirlestrum, heldur og í fram-
göngu hans og viðræðum. Við-
kvæmninni, hreifninu eða fjörinu,
er undir kann að búa, er aldrei slept
úr skefjum; aldrei minnist eg þess
að hafa heyrt hann “láta vaða á
súðum”. En úr þessum ham hlé-
drægninnar kemur hann manni að
óvörum, með óvæntar leiftrandi
samlíkingar og sjónarmið, er gefa
sýn inn í nýja heima.
Það eru þessar óvæntu útsýnir,
sem hann opnar huganum, er gera
hann að ágætum fyrirlesara, og
skýrir hylli þá, er hann hefir hlotið
á fyrirlestraferðum heima og er-
lendis.
VI.
En hafi metnaður Nordals kom-
ið fram í efnisvali hans, meðan
hann var sjálfráður valsins, þá hef-
ir hann orðið að leggja þenna metn-
að á hilluna á síðari árum vegna
knýandi skyldustarfa stöðu sinn-
ar. íslenzk bókmentasaga eftir 1400
er að vísu óplægður akur og gæti
því freistað starfsmanns, sem lítt
hirti í hvað hann gengi, bara að
hann hefði eitthvað handa á milli.
En kosið mundi Nordal sér annað
betra en að yrkja þau hrjóstur öll,
ef hann hefði mátt ráða. En nauð-
syn krafði að hér yrði komið upp
yfirliti fyrir nemendur, og að þessu
hefir Nordal unnið síðan Völuspá
kom út. Munu fyrirlestrar þessir
nú langt fram komnir, þótt lítt
hafi Nordal birt úr þessum rann-
sóknum sínum. Má til þess nefna
nokkrar athugasemdir um siöa-
skiftatímabilið og skemtilega grein
um Tyrkja-Guddu, en langmerki-
legust er þó greinin um SamhengiS
í íslenzkum bókmentum, er prentuð
var sem inngangur að Lestrarbók-
inni 1924.
Þessa grein, sem hann hélt sem
fyrirlestur í Noregi, og þýdd hefir
verið á önnur tungumál, ber auð-
vitað fyrst og fremst að skoða sem
tilraun til aðferðar við rannsókn á
bókmentasögunni eftir 1400, er
hann átti fyrir höndum, frumdrætti
er átt geta fyrir sér að breytast
nokkuð við sjálfa rannsóknina.