Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 32

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 32
14 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ans höfðingja, af því að hann er í ætt við þá. Sá Snorri, sem hann leiðir fram á sjónarsviðið, er á marga lund eins og samborin bróð- ir hans sjálfs. Hann er t. d. ekki einungis skáld og fræðimaður, heldur líka höfðingi og heimsmað- ur. Að vísu hefir Nordal aldrei lagt sig eftir pólitískum frama eins og Snorri gerði, enda er öldin önnur nú en í tíð Sturlunga. Eða hver ef- ast um það að Nordal hafi viljað vera höfðingi í andans heimi, mik- ils metinn háskólakennari og fræg- ur rithöfundur? Því hefir honum hlotið að vera ervitt um val, þegar Norðmenn buðu honum kennara- stói í íslenzkum fræðum við há- skólann í Osló. Þar buðust honum mörg hlunnindi, sem hann varð að fara á mis við í fásinni Reykjavík- ur: meiri bókakostur, glæsilegra félagslíf meðal ágætra samverka- manna. Þó reyndist sú rammari taugin, er rekka dregur föðurtúna til, og Nordal fór hvergi. Eins og hjá Snorra, kemur glæsi- menska Nordals mjög fram í ritum hans. Næstum hver lína er fáguð af smekk höfðingjans. En þessi smekkur er framar öllu einkendur með einu orði: hófsemi. Og þetta mark er eigi aðeins á ritum hans og fyrirlestrum, heldur og í fram- göngu hans og viðræðum. Við- kvæmninni, hreifninu eða fjörinu, er undir kann að búa, er aldrei slept úr skefjum; aldrei minnist eg þess að hafa heyrt hann “láta vaða á súðum”. En úr þessum ham hlé- drægninnar kemur hann manni að óvörum, með óvæntar leiftrandi samlíkingar og sjónarmið, er gefa sýn inn í nýja heima. Það eru þessar óvæntu útsýnir, sem hann opnar huganum, er gera hann að ágætum fyrirlesara, og skýrir hylli þá, er hann hefir hlotið á fyrirlestraferðum heima og er- lendis. VI. En hafi metnaður Nordals kom- ið fram í efnisvali hans, meðan hann var sjálfráður valsins, þá hef- ir hann orðið að leggja þenna metn- að á hilluna á síðari árum vegna knýandi skyldustarfa stöðu sinn- ar. íslenzk bókmentasaga eftir 1400 er að vísu óplægður akur og gæti því freistað starfsmanns, sem lítt hirti í hvað hann gengi, bara að hann hefði eitthvað handa á milli. En kosið mundi Nordal sér annað betra en að yrkja þau hrjóstur öll, ef hann hefði mátt ráða. En nauð- syn krafði að hér yrði komið upp yfirliti fyrir nemendur, og að þessu hefir Nordal unnið síðan Völuspá kom út. Munu fyrirlestrar þessir nú langt fram komnir, þótt lítt hafi Nordal birt úr þessum rann- sóknum sínum. Má til þess nefna nokkrar athugasemdir um siöa- skiftatímabilið og skemtilega grein um Tyrkja-Guddu, en langmerki- legust er þó greinin um SamhengiS í íslenzkum bókmentum, er prentuð var sem inngangur að Lestrarbók- inni 1924. Þessa grein, sem hann hélt sem fyrirlestur í Noregi, og þýdd hefir verið á önnur tungumál, ber auð- vitað fyrst og fremst að skoða sem tilraun til aðferðar við rannsókn á bókmentasögunni eftir 1400, er hann átti fyrir höndum, frumdrætti er átt geta fyrir sér að breytast nokkuð við sjálfa rannsóknina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.