Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 37

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 37
SismarsRoli vi!$ Háslfeóla Islands. Eftir dr. G. J. Gislaaun Eitt kvöld á næst síðastliðnu sumrij stuttu eftir Alþingishátíðina, sátu þrír menn að kvöldverði á Hótel Borg. Tveir af þessum borðgestum voru háttstandandi leiðtogar sinn í hvorum aðal pólitísku flokkanna í landinu, nákomnir Háskóla ís- lands, og í fremstu fylkingu þeirra manna, sem ósérhlífnastir hafa verið í framfarabaráttu þjóðarinn- ar. Sá þriðji var einn af íslands týndu sonum, sem út var borinn á barnsaldri. Hann var nú gestur að garði kominn, reifalaus og í ann- arlegu gervi. Yfir borðum var fjörugt rætt um ýmisleg málefni, sem öll snertu að einhverju leyti ísland og framtíð þess. Það var minst á íslenzka jarð- rækt, kvikfjárrækt, sjávarútveg og aðra atvinnuvegi; á verzlun íslands við önunr lönd; á framfarir í lifn- aðarháttum, húsnæði og lífsþæg- indum; á notkun bíla og flugfæra; á brúarbyggingar og vegabætur; og á beinar samgöngur við Ame- ríku. Það var talið líklegt, að mögulegt væri að fá eitthvert af stóru hafskipafélögunum til að láta skip koma við í Reykjavík á aust- urleið og vesturleið, svo sem einu sinni á mánuði, að sumrinu til að minsta kosti. Það var líka talað lim fegurð íslands: um fjöllin og dalina, um árnar og fossana, um laugarnar og hverana, og alt það borið saman við samskonar fyrir- brigði í öðrum löndum, svo sem Noregi, Sviss og Ameríku. Því allir höfðu borðgestirnir víða farið. Síðasta málefnið, sem tekið var til íhugunar, var stofnun sumar- skóla í sambandi við Háskóla ís- lands, þar sem lærdómsfólki frá öðrum löndum væri gert mögulegt að njóta kenslu í íslenzkum fræð- um í sumarleyfum sínum, um leið og það kyntist landi og þjóð, og nyti hvíldarinnar, sem nýtt nm- hverfi og verkefni æfinlega veitir. Þessu málefni var hreyft af íslenzka útlendingnum. Hann hafði tekið eftir erfiðleikunum og vonbrigð- unum, sem mæta þeim útlending- um, sem koma til Reykjavíkur að sumrinu til í lærdómserindum, und- ir núverandi fyrirkomulagi. Hon- um fanst, að skaðinn, sem af þessu hlytist, bæði fyrir þessa sumargesti og ekki síður fyrir ísland, væri svo mikill og alvarlegur, að ekki mætti lengur við svo búið standa. En þó lengi sé stundum setið undir borðum á íslandi, eins og tíðkast í öðrum Evrópu-löndum, var nú þegar kominn tími til hættu. Það virtist vera ómálga samþykt borðsgestanna, að allir skyldu vera gengnir til rekkju og enginn á gægjum, þegar saman bæri fundi dagseturs og dögunar, því þá var nóttin ekki heima. Áður en staðið var upp frá borð- um, var mælst til þess, að íslenzki útlendingurinn skrifaöi um þessa sumarskóla-hugmynd sína við hið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.