Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 37
SismarsRoli vi!$ Háslfeóla Islands.
Eftir dr. G. J. Gislaaun
Eitt kvöld á næst síðastliðnu sumrij
stuttu eftir Alþingishátíðina, sátu
þrír menn að kvöldverði á Hótel
Borg. Tveir af þessum borðgestum
voru háttstandandi leiðtogar sinn
í hvorum aðal pólitísku flokkanna
í landinu, nákomnir Háskóla ís-
lands, og í fremstu fylkingu þeirra
manna, sem ósérhlífnastir hafa
verið í framfarabaráttu þjóðarinn-
ar. Sá þriðji var einn af íslands
týndu sonum, sem út var borinn á
barnsaldri. Hann var nú gestur að
garði kominn, reifalaus og í ann-
arlegu gervi.
Yfir borðum var fjörugt rætt um
ýmisleg málefni, sem öll snertu að
einhverju leyti ísland og framtíð
þess. Það var minst á íslenzka jarð-
rækt, kvikfjárrækt, sjávarútveg og
aðra atvinnuvegi; á verzlun íslands
við önunr lönd; á framfarir í lifn-
aðarháttum, húsnæði og lífsþæg-
indum; á notkun bíla og flugfæra;
á brúarbyggingar og vegabætur;
og á beinar samgöngur við Ame-
ríku. Það var talið líklegt, að
mögulegt væri að fá eitthvert af
stóru hafskipafélögunum til að láta
skip koma við í Reykjavík á aust-
urleið og vesturleið, svo sem einu
sinni á mánuði, að sumrinu til að
minsta kosti. Það var líka talað
lim fegurð íslands: um fjöllin og
dalina, um árnar og fossana, um
laugarnar og hverana, og alt það
borið saman við samskonar fyrir-
brigði í öðrum löndum, svo sem
Noregi, Sviss og Ameríku. Því allir
höfðu borðgestirnir víða farið.
Síðasta málefnið, sem tekið var
til íhugunar, var stofnun sumar-
skóla í sambandi við Háskóla ís-
lands, þar sem lærdómsfólki frá
öðrum löndum væri gert mögulegt
að njóta kenslu í íslenzkum fræð-
um í sumarleyfum sínum, um leið
og það kyntist landi og þjóð, og
nyti hvíldarinnar, sem nýtt nm-
hverfi og verkefni æfinlega veitir.
Þessu málefni var hreyft af íslenzka
útlendingnum. Hann hafði tekið
eftir erfiðleikunum og vonbrigð-
unum, sem mæta þeim útlending-
um, sem koma til Reykjavíkur að
sumrinu til í lærdómserindum, und-
ir núverandi fyrirkomulagi. Hon-
um fanst, að skaðinn, sem af þessu
hlytist, bæði fyrir þessa sumargesti
og ekki síður fyrir ísland, væri svo
mikill og alvarlegur, að ekki mætti
lengur við svo búið standa.
En þó lengi sé stundum setið
undir borðum á íslandi, eins og
tíðkast í öðrum Evrópu-löndum,
var nú þegar kominn tími til hættu.
Það virtist vera ómálga samþykt
borðsgestanna, að allir skyldu vera
gengnir til rekkju og enginn á
gægjum, þegar saman bæri fundi
dagseturs og dögunar, því þá var
nóttin ekki heima.
Áður en staðið var upp frá borð-
um, var mælst til þess, að íslenzki
útlendingurinn skrifaöi um þessa
sumarskóla-hugmynd sína við hið