Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 39

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 39
SUMARSKÓLI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS 21 Of lengi hafa Islendingar verið ánægðir með að vera “Cinderella” (Öskubuska) og horfa aðgerðalitl- ir á . systurþjóðirnar skandínavísku hampa þessum fjársjóði frammi fyr- ir veröldinni sem sinni eigin eign. Of lengi hefir þeim útlendingum, sem um hann hafa viljað fræðast, verið stýrt fram hjá Sögu-eyjunni, lítandi hornauga til hennar sem fornfálegra grafhýsisrústa, þar sem gersemar voru einu sinni fundnar og upp grafnar. Of lengi hefir þeim verið kend íslenzkan sem löngu síðan úrelt og dauð forn-Norska, forn-Danska eða forn-Sænska, sem þeir aldrei heyrðu talaða sem lif- andi tungumál Of lengi hafa þeir lært forn-íslenzkar bókmentir sem bergmál frá löngu horfinni menn- ingu, sem þeim skilst, að dáið hafi afkvæmislaus, og hafi jafnvel að- eins verið lánsfé, sem ísland hafi naumlega miðlungsrétt til að eigna sér. Hefir ekki Ísland óneitanlega skyldu að rækja gagnvart sjálfu sér og því sem satt er og rétt í þessu efni? Flnst nokkrum að það megi lengur dragast að gera heim- inum kunnugt, að til íslands, en ekki annara staða sé að leita fyrir þá, sem vilja kynnast fjársjóðun- um í sinni hreinustu mynd? Vissulega er tími til kominn að gera útlendingum sem aiuðvpi'íoot að læra “Ástkæra ylhýra málið” sem lifandi tungu, málið, sem einu sinni var alþjóða tungumál Norð- urlanda, en ísland eitt bar ham- ingju til að varðveita ógleymt og í fuliu fjöri. Að gefa þeim tækifæri til að nema það, þar sem það er talað og sungið af gömlum og ung- um í allri sinni hljómfegurð, og þar sem þeir líka fá skýrast að heyra hjartslátt miðalda menning- ar Norðurlanda og sjá þrótt henn- ar og lífseigju, þar sem hún hefir orðið fyrir minstri sýkingu af ut- an að komandi áhrifum. Vissulega er einnig tími til kominn að út- lendingum séu kendar íslenzkar bókmentir, fornar og nýjar, á þann hátt, að þeir verði þess fyllilega meðvitandi, að þær frá upphafi myndi óbrotna heild, — þann Ygg- drasil íslenkrar menningar, sem vaxið hefir og blómgast öld eftir öld, og enn sem fyr heldur áfram að gefa af sér nýja og dýrmæta á- vexti. Ef þvílíkt verkefni er ómaksins vert, þá er fyrstu spumingunni svarað. * * * Þá er önnur spurningin. Sumarskólar í sambandi við há- skóla eru engar nýjungar. Áherzl- an, sem lögð er á að gera þá sem fullkomnasta, fer altaf vaxandi jafnframt því, sem þörfin fyrir þá eykst ár frá ári og gerist fleirum augljós. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars sú, að eins og hin vanalegu og viðteknu skólaárs- misseri eru aðallega fræðslutími þeira, sem eru að búa sig undir lífsstörf sín sem prestar, lögmenn, læknar, kennarar, vísindamenn á ýmsum sviðum, o. s. frv., á líkan hátt er sumarskóla misserið sér- staklega fyrir þá, sem þegar eru starfandi í embættum sínum og lífsstöðum, en finna þörfina á að fylgjast með hinni vaxandi þekk- ing, sem áframhaldgndi rannsóknir og skynjunarþroski eru altaf að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.