Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 40
22
TÍMARIT ÞJÓBRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
1
4
uppgötva. Eða fyrir þá, sem vilja
auka fróðleik sinn með námsgrein-
um, sem þeir höfðu ekki fyr stund-
að, en þeir með líðandi tíma finna
löngun eða nauðsyn á að kynnast.
Sumarið er, í flestum tilfellum,
sá eini tími ársins, sem þetta fólk
á heiman gengt og hefir ráð á til
sh'ks náms. Þess vegna eru sum-
arskólarnir því svo afar nauðsyn-
legir, og það er líka þess vegna að
kennarar háskólanna — hinir út-
völdu ræktarar mentunar- og
menningargróðurs þjóðanna, leggja
svo mikið á sig til að gera sumar-
kensluna sem allra fullkomnasta.
Þeir útlendingar, sem líklegastir
eru til þess að heimsækja ísland
í lærdóms erindum, verða flestir
tilheyrandi sömu stéttum og í lík-
um kringumstæðum eins og það
fólk, er sumarnám stundar við ann-
ara ianda háskóla. Þörfin á að Há-
skóli íslands veiti því tækifæri til
að öðlast fræðslu á þeim tíma árs-
ins, sem það fær notið hennar, er
því engu síður stórvægileg. í þessu
sambandi má ekki heldur gleyma,
að sumarið eitt gefur útlendingum
tækifæri, jafnhliða náminu, að
ferðast um ísland, bæði sér til
skemtunar og til þess að kynnast
á þann hátt landinu og þjóðinni.
Fleiri ástæður væri auðvelt að
færa fram, því til stuðnings, að
sumarskóli í sambandi við háskól-
ann er ekki einungis æskilegur,
heldur nauðsynlegur fyrir þá út-
lendinga, sem til íslands vilja leita
í lærdómserindum. En nú vil eg
gefa öðrum orðið og enda svar
mitt við annari spurningunni með
því, að leyfa mér að tilfæra álit
tveggja þektra útlendinga, viður-
kendra lærdómsmanna og ágætra
íslandsvina, sem báðir dvöldu í
Reykjavík síðastliðið sumar, og
báðir komu hingað í lærdóms- og
rannsóknarerindum, í íslenzkum
fræðum. Hvers vegna sumarskóli
sé æskilegur fyrir útlenda nemend-
ur verður, hvort sem er, bezt svarað
af þeim sjálfum.
Annar þessara manna, prófessor
Jess H. Jackson, Fellow of the
American Council of Learned Socie-
ties, skrifaði mér eftirfarandi bréf
frá Reykjavík, 10. ágúst, eftir að
hann hafði dvalið þar í næstum
tvo mánuði:
Tjarnargata 23, Rvík,
10. ágúst 1930.
Dr. G. J. Gíslason,
Grand Forks, N. Dak.
Kæri dr. Gíslason!
Hugmynd yðar um það, að koma
á fót sumarskóla við Háskóla ís-
lands, þar sem útlendingum væri
veitt fræðsla í íslenzkum bókment-
um, sögu og menning, ætti að ræð-
ast, fulikomnast og komast í fram-
kvæmd sem allra fyrst.
í mörgum öðrum löndum í Ev-
rópu, einkum Þýzkalandi, og í Ame-
ríku, eru slíkir sumarskólar eða
námsskeið fastur liður á starfsskrá
háskólanna. Með þessu færa þessir
skólar sér í nyt þann augsljósa
sannleika, að námsfólk vill helzt
geta varið sumarleyfi sínu til hvors
tveggja, náms og ferðalaga. En ef
útlendur fræðimaður kemur til ís-
lands að sumarlagi (og það er eini
tíminn, sem hann er laus, og eini
tíminn, sem hægt er að nota til
ferðaíaga á íslandi), kemur hann
að háskóianum lokuðum og kenn-
urum hans dreifðum út um hvipp-