Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 51

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 51
UM ÓLiAF HELGA 33 ar og að dómi almennings, innan Noregs og utan, höfundur dásam- legra kraftaverka. Hann er jafn frægur í söngvum og sögnum. Lífssaga Ólafs Haraldssonar, er saga margbreyttrar reynslu, lát- lausrar baráttu og stórra dáða; og loks saga af ósigri, sem varð hinn glæsilegasti sigur. Ólafur mun vera fæddur árið 993; ekki var ættin smá, þar sem hann var í beinan karllegg kominn af Haraldi hárfagra. Ólafur ólst upp hjá Ástu drottningu móður sinni og Sigurði konungi sýr, stjúp- föður sínum. Átti hann að ráða yfir Hringaríki í Noregi sunnanverðum, en þar er búsæld mikil. Sigurði konungi er svo lýst, að hann hafi verið friðsamur og hneigður til búsýslu. “Hafði (hann) menn sína mjök í starfi,” segir Snorri, “ok hann sjálfr fór oftliga at sjá um akra ok eng eða fénað, ok enn til smíða, eða þar er menn störfuðu eitthvat”.*) Annarsstaðar getur sagan þess, að hann hafi verið fremur fámáll, en “allra manna vitrastr þeirra er þá váru í Noregi.’’ (bls. 29—30). Ekki verður því sagt að hann hafi skörungur verið á neina lund. Alt öðru máli gegndi um Ástu móður Ólafs; hún var kona rík- lunduð og metnaðargjörn, og ætl- aði sonum sínum stóran hlut; var henni mjög um það hugað, að þeir ynnu sér frægð og völd. Hún var svo skapi farin, að dáðir fremur en árafjöldi voru henni hinn sanni •) ólafs saga helga, bls. 1, útgáfa Egg- erts ó. Brlem, Reykjavík 1893. Allar tll- vttnanir í ritgerb þessari i ólafs sögu helga eru í nefnda útgáfu. mælikvarði mannlífsins. Eitt sinn sagði hún við Ólaf son sinn: “En heldr vilda ek, þótt því væri at skifta, at þú yrðir yfirkonungr í Noregi, þó þú lifðir eigi lengr í konungdóminum en Ólafr Tryggva- son, heldr en hitt, at þú værir eigi meiri konungr en Sigurðr sýr, ok yrðir ellidauðr.’’ (Ólafs saga helga, bls. 35). Það mun lítið vafamál, að Ólafur hafi erft hina miklu hæfileika sína og hinn ríka framhug frá móður sinni, enda hvatti hún hann til stórræðanna, eins og framanskráð tilvitnan sýnir glegst. Eru margar sögur sagðar frá æsku Ólafs, er varpa ljósi yfir skapgerð hans. Sýna þær, að hann var snemma einráður og sást eigi fjrrir; ærið var hann einnig stærilátur, minn- ugur þess, að hann var stórættað- ur, og virðist hafa litið niður á stjúpföður sinn sem réttan og slétt- an búanda. Eftirfarandi sama sýn- ir glögt skaplyndi Ólafs á yngri árum. Dag einn, er eigi var ann- ara manna heima á bænum, bað Sigurður konungur Ólaf stjúpson sinn að söðla hest sinn. Ólafur hélt rakleiðis til geitahúss og leiddi heim stærsta hafurinn og lagði á söðul konungs; gekk síðan á fund hans og kvaðst hafa ferðbúinn reið- skjóta hans. En er Sigurður kon- ungur sá gerðir Ólafs, varð honum að orði: “Auðsætt er að þú munt vilja af höndum ráða kvaðningar mínar; mun móður þinni þat þykja sæmilegt, at ek hafi engar kvaðn- ingar við þik, þær er þér sé í móti skapi; er þat auðsætt, at vit mun- um ekki vera skaplíkir; muntu vera miklu skapstærri en ek. Ólafr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.