Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 51
UM ÓLiAF HELGA
33
ar og að dómi almennings, innan
Noregs og utan, höfundur dásam-
legra kraftaverka. Hann er jafn
frægur í söngvum og sögnum.
Lífssaga Ólafs Haraldssonar, er
saga margbreyttrar reynslu, lát-
lausrar baráttu og stórra dáða; og
loks saga af ósigri, sem varð hinn
glæsilegasti sigur.
Ólafur mun vera fæddur árið
993; ekki var ættin smá, þar sem
hann var í beinan karllegg kominn
af Haraldi hárfagra. Ólafur ólst
upp hjá Ástu drottningu móður
sinni og Sigurði konungi sýr, stjúp-
föður sínum. Átti hann að ráða yfir
Hringaríki í Noregi sunnanverðum,
en þar er búsæld mikil. Sigurði
konungi er svo lýst, að hann hafi
verið friðsamur og hneigður til
búsýslu. “Hafði (hann) menn sína
mjök í starfi,” segir Snorri, “ok
hann sjálfr fór oftliga at sjá um
akra ok eng eða fénað, ok enn til
smíða, eða þar er menn störfuðu
eitthvat”.*) Annarsstaðar getur
sagan þess, að hann hafi verið
fremur fámáll, en “allra manna
vitrastr þeirra er þá váru í Noregi.’’
(bls. 29—30). Ekki verður því sagt
að hann hafi skörungur verið á
neina lund.
Alt öðru máli gegndi um Ástu
móður Ólafs; hún var kona rík-
lunduð og metnaðargjörn, og ætl-
aði sonum sínum stóran hlut; var
henni mjög um það hugað, að þeir
ynnu sér frægð og völd. Hún var
svo skapi farin, að dáðir fremur en
árafjöldi voru henni hinn sanni
•) ólafs saga helga, bls. 1, útgáfa Egg-
erts ó. Brlem, Reykjavík 1893. Allar tll-
vttnanir í ritgerb þessari i ólafs sögu
helga eru í nefnda útgáfu.
mælikvarði mannlífsins. Eitt sinn
sagði hún við Ólaf son sinn: “En
heldr vilda ek, þótt því væri at
skifta, at þú yrðir yfirkonungr í
Noregi, þó þú lifðir eigi lengr í
konungdóminum en Ólafr Tryggva-
son, heldr en hitt, at þú værir eigi
meiri konungr en Sigurðr sýr, ok
yrðir ellidauðr.’’ (Ólafs saga helga,
bls. 35).
Það mun lítið vafamál, að Ólafur
hafi erft hina miklu hæfileika sína
og hinn ríka framhug frá móður
sinni, enda hvatti hún hann til
stórræðanna, eins og framanskráð
tilvitnan sýnir glegst. Eru margar
sögur sagðar frá æsku Ólafs, er
varpa ljósi yfir skapgerð hans.
Sýna þær, að hann var snemma
einráður og sást eigi fjrrir; ærið
var hann einnig stærilátur, minn-
ugur þess, að hann var stórættað-
ur, og virðist hafa litið niður á
stjúpföður sinn sem réttan og slétt-
an búanda. Eftirfarandi sama sýn-
ir glögt skaplyndi Ólafs á yngri
árum. Dag einn, er eigi var ann-
ara manna heima á bænum, bað
Sigurður konungur Ólaf stjúpson
sinn að söðla hest sinn. Ólafur
hélt rakleiðis til geitahúss og leiddi
heim stærsta hafurinn og lagði á
söðul konungs; gekk síðan á fund
hans og kvaðst hafa ferðbúinn reið-
skjóta hans. En er Sigurður kon-
ungur sá gerðir Ólafs, varð honum
að orði: “Auðsætt er að þú munt
vilja af höndum ráða kvaðningar
mínar; mun móður þinni þat þykja
sæmilegt, at ek hafi engar kvaðn-
ingar við þik, þær er þér sé í móti
skapi; er þat auðsætt, at vit mun-
um ekki vera skaplíkir; muntu vera
miklu skapstærri en ek. Ólafr