Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 55

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 55
UM ÓLAP HELGA 37 eða aðdráttarafl Ólafs konungs Tryggvasonar, né heldur eldmóð hans. En bjargföst ákvörðun knúði Ólaf Haraldsson til starfa; órjúfan- leg trygð við málefni hans og vilji til að fórna miklu fyrir framgang þess, einkendi hann. Þó hann væri að uppruna ásthneigður og æði ver- aldlega sinnaður, eins og lausavísur hans sýna (sbr. Bugge: “Norges Historie”, bls. 332—33), þá er eng- in ástæða til að bera brigður á trúarlegan eða siðferðilegan áhuga hans. Hann var fyllilega einlægur í þessum efnum, eins og athafnir hans vitna. Kristnun Noregs var honum brennandi áhugamál. Hitt mun með sanni mega segja um hann, að hann hafi í trúmálum fremur lagt áherzlu á hið ytra en hið innra, formið meir en andann. En hann var fasttrúaður á lögmál og reglu í öllum hlutum. Eftir því sem hann varð eldri að árum og átti glímubrögð við margvíslega örðugleika, þroskaðist hann stór- um andlega. En þó hann berðist fyrir stórum hugsjónum, var hann ekki allur í skýjum uppi. Hann var hugsjónamaður, en stóð föstum fótum á jörðu niðri. Ef til vill verð- ur honum bezt lýst með því að segja, að hann hafi verið hagsýnn hugsjónamaður. Þegar hann hafði unnið á ný konungsstól forfeðra sinna, urðu utanríkismálin fyrsta viðfangsefni konungs. Síðan Ólafur Tryggva- son féll, í Svoldarbardaga (1000), höfðu Svía- og Danakonungar í raun og veru ráðið ríkjum í Noregi. Jarlamir Eiríkur og Sveinn, er fyr voru nefndir, voru einungis um- bcðsmenn þeirra. Ólafur Haralds- son neitaði að viðurkenna yfirráð nágrannakonunga sinna. Af hálfu Danakonungs var eigi um mót- spyrnu að ræða, því að hann átti hendur sínar að verja annarsstað- ar; en þegnar Svíakonungs þröngv- uðu honum til að halda uppi friði og viðurkenna sjálfstæði Noregs. Gafst Ólafi konngi nú tækifæri til þess að snúa sér að vandamál- um innan lands. Óáreittur af er- lendum fjendum gat hann farið að vinna að eflingu kristninnar. En ekkert var honum hugstæðara heldur en að halda áfram og ljúka verki því, er byrjað hafði hinn mikilhæfi og frægi fyrirrennari hans, Ólafur konungur Tryggva- son. Ólafur Haraldsson vann að því með ósérplægni og atorku, að gera þjóð sína sannkristna. Hann vann heldur eigi fyrir gíg. Það er fyrst á stjórnartíð hans, að Nor- egur getur í raun réttri talist meðal kristinna landa. Hann stefndi að því marki að kristna allan Noreg. Fyrir því upprætti hann heiðnar venjur, er enn tíðkuðust. Ef frið- samlegar aðferðir dugðu eigi, tók hann til sverðsins. Hann þröngv- aði trúnni upp á íbúa þeirra bygð- arlaga, þar sem heiðnin stóð enn með blóma. Þeir sem skirruðust við að taka við trú, sættu hörðum refsingum, eða voru af lífi teknir. Konungur lagði í rústir hofin gömlu og brendi skurðgoðin. Hon- um var um það hugað, að ryðja úr vegi öllu, sem minti á heiðn- ina. Margar frásagnir eru í letur færðar um rimmuna milli hins ó- væga konungs og heiðinna höfð- ingja, milli hins gamla og nýja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.