Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 55
UM ÓLAP HELGA
37
eða aðdráttarafl Ólafs konungs
Tryggvasonar, né heldur eldmóð
hans. En bjargföst ákvörðun knúði
Ólaf Haraldsson til starfa; órjúfan-
leg trygð við málefni hans og vilji
til að fórna miklu fyrir framgang
þess, einkendi hann. Þó hann væri
að uppruna ásthneigður og æði ver-
aldlega sinnaður, eins og lausavísur
hans sýna (sbr. Bugge: “Norges
Historie”, bls. 332—33), þá er eng-
in ástæða til að bera brigður á
trúarlegan eða siðferðilegan áhuga
hans. Hann var fyllilega einlægur í
þessum efnum, eins og athafnir
hans vitna. Kristnun Noregs var
honum brennandi áhugamál. Hitt
mun með sanni mega segja um
hann, að hann hafi í trúmálum
fremur lagt áherzlu á hið ytra en
hið innra, formið meir en andann.
En hann var fasttrúaður á lögmál
og reglu í öllum hlutum. Eftir því
sem hann varð eldri að árum og
átti glímubrögð við margvíslega
örðugleika, þroskaðist hann stór-
um andlega. En þó hann berðist
fyrir stórum hugsjónum, var hann
ekki allur í skýjum uppi. Hann var
hugsjónamaður, en stóð föstum
fótum á jörðu niðri. Ef til vill verð-
ur honum bezt lýst með því að
segja, að hann hafi verið hagsýnn
hugsjónamaður.
Þegar hann hafði unnið á ný
konungsstól forfeðra sinna, urðu
utanríkismálin fyrsta viðfangsefni
konungs. Síðan Ólafur Tryggva-
son féll, í Svoldarbardaga (1000),
höfðu Svía- og Danakonungar í
raun og veru ráðið ríkjum í Noregi.
Jarlamir Eiríkur og Sveinn, er fyr
voru nefndir, voru einungis um-
bcðsmenn þeirra. Ólafur Haralds-
son neitaði að viðurkenna yfirráð
nágrannakonunga sinna. Af hálfu
Danakonungs var eigi um mót-
spyrnu að ræða, því að hann átti
hendur sínar að verja annarsstað-
ar; en þegnar Svíakonungs þröngv-
uðu honum til að halda uppi friði
og viðurkenna sjálfstæði Noregs.
Gafst Ólafi konngi nú tækifæri
til þess að snúa sér að vandamál-
um innan lands. Óáreittur af er-
lendum fjendum gat hann farið að
vinna að eflingu kristninnar. En
ekkert var honum hugstæðara
heldur en að halda áfram og ljúka
verki því, er byrjað hafði hinn
mikilhæfi og frægi fyrirrennari
hans, Ólafur konungur Tryggva-
son. Ólafur Haraldsson vann að
því með ósérplægni og atorku, að
gera þjóð sína sannkristna. Hann
vann heldur eigi fyrir gíg. Það er
fyrst á stjórnartíð hans, að Nor-
egur getur í raun réttri talist meðal
kristinna landa. Hann stefndi að
því marki að kristna allan Noreg.
Fyrir því upprætti hann heiðnar
venjur, er enn tíðkuðust. Ef frið-
samlegar aðferðir dugðu eigi, tók
hann til sverðsins. Hann þröngv-
aði trúnni upp á íbúa þeirra bygð-
arlaga, þar sem heiðnin stóð enn
með blóma. Þeir sem skirruðust
við að taka við trú, sættu hörðum
refsingum, eða voru af lífi teknir.
Konungur lagði í rústir hofin
gömlu og brendi skurðgoðin. Hon-
um var um það hugað, að ryðja
úr vegi öllu, sem minti á heiðn-
ina.
Margar frásagnir eru í letur
færðar um rimmuna milli hins ó-
væga konungs og heiðinna höfð-
ingja, milli hins gamla og nýja