Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 56

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 56
38 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA / siðar. Fræg er frásögnin um við- ureign þeirra konungs og Daia- Guðbrands. Hafði Guðbrandur í liofi sínu Þórs-líkan stórvaxið, “glæst alt með gulli ok silfri’’; en þrumuguðinn var verndari sveitar- innar og ærnar fórnir voru honum færðar dag hvern — “fjórir hleifar brauðs ok þar við slátr’’, segir í Ólafs sögu helga (bis. 189). Grið höfðu verið sett á milli kristinna manna og heiðinna og þing sett til þess að ræða um kristniboðið. Að morgni hins þriðja dags ráðstefn- unnar, fluttu bændur á þingvöllinn Þórs-líkanið mikla, en Guðbrand- ur ávarpaði þingheim, lofaði stór- um mátt Þórs og sneiddi mjög að kristnum mönnum og þeirra á- trúnaði. En frásögn þessi er svo skemtileg hjá Snorra, að eg vil eigi spilla henni með því, að draga hana saman frekar en gert hefir verið: “Konungr mælti við Kolbein sterka, svá at bændr vissu ekki tii: Ef svá ber til í erindi mínu, að þeir sjá frá goði sínu, þá slá þú hann þat högg, sem þú mátt mest, með ruddunni. Síðan stóð konungr upp ok mælti: Margt hefir þú mælt í morgun til vár; lætr þú kynlega yfir því er þú mátt eigi sjá guð várn; en vér væntum at hann komi brátt til vár. Þú ógnar oss goði þínu, er blint er ok dauft, ok má hvorki bjarga sér né öðrum, ok kemst engan veg úr stað, nema borinn sé, ok vænti ek nú, at hánum sé skamt til ills. Ok lítit þér nú til ok sét í austr, þar fer-nú guð várr í Ijósi miklu. Þá rann upp sól ok litu bændr allir til sólarinn- ar. En í því bili lauzt Kolbeinn svá goð þeirra, at þat brast alt í sund- ur, ok hljópu þar út mýss, svá stórar sem kettir væru, ok eðlur ok ormar’’ (Ó. s. h. bls. 191). — Skelfdust bændur mjög við þessa sýn, og urðu endalokin þau, að Guðbrandur og allir héraðsmenn hans létu kristnast. Sagnfræðingar hyggja að frásögn þessi sé tilbún- ingur einn, en áhrifamikil er hún engu að síður; og ekki er það ólík- legt, að konungur kunni að hafa gripið til svipaðra ráða, er annað brást. En engin menn.ingarstarfsemi, engar þjóðfélagslegar umbætur, byggjast með niðurrifsstarfinu einu saman. Ólafur konungur gekk þessa eigi dulinn. Kristniboðsstarf hans var skapandi engu miður en eyðandi. Hann bygði kirkjur og setti klerka og kristniboða víðs- vegar um bygðir til að fræða lands- lýðinn. Náði kristniboðsstarfsemi hans langt út fyrir takmörk Nor- egs, til Orkneyja, Færeyja og ís- lands. Er frá því sagt í sögu hans (hls. 223—24, að hann hafi sent kirkjuvið til íslands, og hafi sú kirkja gerð verið á Þingvöllum, og klukku eina mikla kvað hann hafa sent til kirkju þessarar. Hann sýndi íslendingum einnig ýms vináttu- merki, og bjó þar meira undir, eins og margan mun reka minni til. Alkunn er tilraun konungs til þess að ná Grímsey á sitt vald. Er þar sýnd stjómkænska hans. En það barg sjálfstæði íslendinga að þessu sinni, að Einar Þveræingur sá við konungi, þó vitur væri (sbr. Ó. s. h. bls. 223—27), ■ Ólafur Haraldsson var skipu- lagsfrömuður mikill og löggjafi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.