Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 58
40
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
hefði ósigur beðið í baráttu sinni
fyrir sameining norsku þjóðarinn-
ar og sjálfstæði hennar. Höfðingj-
amir áttu sigri að hrósa og Noreg-
ur var kominn á vald Danakon-
ungi. En svo átti eigi lengi að
verða. Noregur var ekki öllum
heillum horfinn.
Og lokaþátturinn í æfi Ólafs
konungs er að mörgu leyti merk-
asti kafli liennar. Með ósigri sín-
um og falli átti það fyrir honum
að liggja, að sameina landa sína
betur og öflugar heldur en með lífi
sínu og starfi, gera þá að einni
þjóð, útiloka með öllu — um langt
skeið — erlend yfirráð.
“Hverjum augum sem menn
kunna að líta á líf og starf Ólafs
Haraldssonar á yngri árum hans,’’
segir Alexander Bugge, “munu
flestir játa, að útlegð hans og ferð
hans heimleiðis til Stiklastaða
sveipar slíkur ljómi, að eigi getur
slíkan yfir mörgum tímabilum í
sögu þjóðar vorrar. Það er eins
og allir aðrir hafi glatað trúnni á
framtíð hennar. Ólafur einn átti
þá trú, og lagði líf sitt í sölurnar
fyrir hana. Það var ekki einungis
löngunin til að vinna aftur ríki sitt,
heldur miklu fremur löngunin til
að ná Noregi aftur úr klóm Dana,
sem knúði konung til heimfarar’’
(Norges Historie’’, bls. 401-401).
Um tveggja ára skeið dvaldist
Ólafur konungur í Rússlandi. En
þó hann ætti þar góðum viðtökum
að fagna, leiddist honum mjög í
útlegðinni; þunglyndi og heimþrá
sóttu á hann og rændu hann sál-
arró. “Þat taldist lengstum í hug-
inn, at hugsa, ef nökkur föng
myndi til verða, at hann næði ríki
sínu í Noregi,’’ segir í sögu hans
(bls. 359). Þar er einnig frá því
sagt, að óvenjuleg sýn og merkileg
hafi vakið honum nýja von og
þrótt. Ólafur konungur Tryggva-
son birtist honum í draumi og
hvatti hann til Noregsfarar til að
heimta aftur ríki sitt: “Farðu heldr
aftur til ríkis þíns, er þú hefir at
erfðum tekit ok ráðit lengi fyrir
með þeim styrk, er guð gaf þér,
ok lát eigi undirmenn þína hræða
þik. Þat er konungs frami at sigr-
ast á óvinum sínum, en veglegr
dauði at falla í orrustu með liði
sínu’’ (bls. 360).
Vinir hans, en margir þeirra
höfðu fylt flokk hans í útlegðinni,
hvöttu hann einnig til dáða. Þegar
honum bárust fregnirnar um dauða
Hákonar jarls, ákvað hann að
freista gæfunnar í Noregi. Með
allmiklu liði hélt hann brott úr
Rússlandi; en heimferðin var ekk-
ert sældarbrauð; leiðin lá um veg-
lausa skóga, yfir stórvötn og fljót.
Ekki var það heldur auðkleift að
safna vistum. En liðsmenn Ólafs
báru þær þrekraunir allar með
hugprýði; og sjálfur setti konung-
ur þeim hið fegursta fyrirdæmi.
Það er ekki sízt vert aðdáunar um
hann, að mest virðist hafa borið
á beztu kostum hans, þegar hann
stóð augliti til auglitis við hættur
og örðugleika.
Ólafur var nú reiðubúinn að
hætta öllu, að sigra eða falla. Því
var för hans heitið í Þrændalög,
en þar átti hann von mestrar mót-
spyrnu. Andstæðingum hans var
kunnugt um ferð hans og höfðu
safnað miklu Uði. En þótt Ólafur
ætti við ofurefli að etja, hikaði