Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 59
UM ÓLAF HELGA
41
hann ekki við að láta skríða til
skarar. Hann setti traust sitt á
guð, en ekki á mannafla. Hinn 29.
júlí 1930 var háð orustan fræga
og örlagaþrungna á Stiklastöðum.
Með herópið máttuga á vörum:
“Fram, fram, kristsmenn, kross-
menn, konungsmenn!’’ sóttu liðs-
menn Ólafs fram, og þeir börðust
djarflega. Svo sem sómdi tign hans
barðist konungur einnig hraust-
lega unz hann særðist og féll. Eft-
ir langa hríð og stranga báru and-
stæðingar hans hærra hlut; þeim
varð samt sigurinn skammgóður
vermir.
En staðnæmumst augnablik á
Stiklastöðum og gerum oss fylli-
lega Ijóst, um hvað var barist; hér
háðu eigi aöeins mannleg öfl úr-
slitaleik. Ekki voru |hér aðeins
bændur gegn konungsmönnum,
heiðnir gegn kristnum, heldur
miklu fremur hið gamla gegn hinu
nýja. — Eftirfarandi orð norska
skáldsins Per Sivle í kvæði hans
“Þórður Fólason’’ (þýðing Matth.
Joch.), missa ekki marksins:
“Á Stiklastöðum
varð stálahríð,
því aldir tvennar
þar áttu stríð:
það sem skyldi dafna
mót því, sem skyldi hníga;
það sem skyldi kafna
mót því, sem átti að stíga.’’
Ólafur konungur lá að sönnu
lík á vígvellinum. Þó var hann í
raun og veru sigurvegarinn. Höfð-
ingjarnir norsku komust brátt að
raun um það, að með því að losna
við ólaf, höfðu þeir ekki trygt sér
hið forna frelsi sitt. Umboðsmenn
Knúts konungs héldu ríkinu í járn-
greipum. Varð þess ekki langt að
bíða að höfðingjarnir norsku og
samherjar þeirra iðruðust þess, að
þeir höfðu rofið heit sín við Ólaf
konung og orðið sekir um víg hans.
Vonbrigði og reiði fyltu hugi
manna um land alt. Almenningur
bar saman Ólaf konung og nytja-
starf lians, við kúgarana útlendu
og hermdarverk þeirra, og þá sást
bezt, hver maður konungur hafði
verið. Þessi uppreisn þjóðarinnar
norsku gegn erlenda valdinu, var
bæði þjóðernisleg og trúarleg. Og
árangur hennar var sá, að sjálf-
stæði þjóðarinnar var borgið, og
að kristnin hafði unnið fullnaðar-
sigur yfir heiðninni. (Sbr. A. Chr.
Bang: “Den Norske Kirkes His-
torie’’, bls. 44).
Þegar á næsta vetri eftir dauða
Ólafs konungs, fór sá orðrómur að
berast út, að hann hefði í sann-
leika verið maður heilagur. “Hófu
þá margir áheit til Ólafs konung3
um þá hluti, er mönnum þótti máli
skipta. Fengu margir menn af þeim
áheitum bót, sumir heilsubætur, en
sumir fararbeina, eða aðj*a þá
hluti, er nauðsyn þótti til bera’’
(Ó. s. h. bls. 424). Og eigi var
nema rúmt ár liðið frá falli hans,
þegar hann var með “byskups at-
kvæði ok konungs samþykki’’, op-
inberlega sannheilagur kallaður.
Var hann nú grafinn í Klemens-
kirkju í Þrándheimi; en síðar voru
bein hans skrínlögð, og þeim feng-
inn staður á háaltari dómkirkj-
unnar miklu, sem bygð var á rúst-
um Klemenskirkju á 13. öld.
Brátt tóku pílagrímar að flykkj-