Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 70

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 70
Eftir pröf. Sie. Nurdai Það var í septembermánuði ár- ið 1868. í hæðóttu, lyngi vöxnu skarði, þar sem þjóðvegur liggur yfir fjallgarðinn milli tveggja sveita á Norður-íslandi, var fimtán ára gamall drengur í fjárleit. Svalt var í veðri. Efstu fjallatindarnir voru brímgaðir af fyrstu snjóum, og lyngið að byrja að láta á sjá. En himininn var heiður og blár og glaða sólskin. Við sjónum hans blasti héraðið, eins og iandabréf, svo langt sem augað eygði og margra kílómetra breitt, dalbotn- inn sléttur og vötnin mikil, en beggja vegna bændabýlin með stuttu millibili undir háum og hrika- legum fjöllum. Úti fyrir lá fjörður- inn, breiður fyrir opnu íshafinu, þar sem tvær eyjar gnæfðu upp úr djúpinu eins og óvinnanleg vígi, önnur þeirra, Drangey, fræg úr sögu útlagans Grettis og síðasta hæli hans. Drengurinn var knáleg- ur og kvikur á fæti og augun hauk- snör, er hann hugði að fénu. En þegar hann leit yfir bygðina og fjörðinn, færðist dreymandi fjar- lægðarblámi yfir svip hans, eins og hugur hans væri gripinn spur- ulli útþrá. Hann var kominn í námunda við veginn, þegar hann staðnæmdist skyndilega og hlustaði. Margradd- aður söngur barst að eyrum hans. Hann faldi sig á bak við stóran stein og gægðist yfir hann til að sjá, hvað um væri að vera. Spotta- korn frá sér sá hann sex unga menn koma ríðandi hægt upp sneiðinginn. Reiðhempurnar flöktu frá þeim og þeir báru erlend höfuð- föt. Hann heyrði greinilega orða- skil, er þeir sungu, en skildi ekk- ert orð: Sive per Syrtes iter æstuosas Sive facturus per inhospitalem Caucasum vel quæ loca fabulosus Lambit Hydaspes. Undireins vissi hann að þetta mundu vera námssveinar úr lat- ínuskólanum í Reykjavík, sem um þetta leyti árs voru vanir að safn- ast saman í stóra hópa eins og far- fuglarnir, og fara til höfuðstaðar- ins til að halda þar áfram námi sínu eftir þriggja mánaða sumar- frí. Einn þeirra þekti hann. Það var unglingur aðeins tveim árum eldri en hann sjálfur, sonur vel- megandi bónda þar í sveitinni. Hann átti nú að ganga inn í þriðja bekk skólans. Skólasveinarnir fóru fram hjá, án þess að taka eftir skolhærða kollinum, sem var næstum því samlitur steininum. Þegar þeir voru komnir upp á brekkubrúnina, hættu þeir að syngja, hvöttu hestana sporum á harða brokk og hurfu milli hæðanna, þar sem bugða kom á veginn. En Stefán litli var risinn á fæt- ur og stóð eins og hann væri negld-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.