Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 70
Eftir pröf. Sie. Nurdai
Það var í septembermánuði ár-
ið 1868. í hæðóttu, lyngi vöxnu
skarði, þar sem þjóðvegur liggur
yfir fjallgarðinn milli tveggja sveita
á Norður-íslandi, var fimtán ára
gamall drengur í fjárleit. Svalt var
í veðri. Efstu fjallatindarnir voru
brímgaðir af fyrstu snjóum, og
lyngið að byrja að láta á sjá. En
himininn var heiður og blár og
glaða sólskin. Við sjónum hans
blasti héraðið, eins og iandabréf,
svo langt sem augað eygði og
margra kílómetra breitt, dalbotn-
inn sléttur og vötnin mikil, en
beggja vegna bændabýlin með
stuttu millibili undir háum og hrika-
legum fjöllum. Úti fyrir lá fjörður-
inn, breiður fyrir opnu íshafinu,
þar sem tvær eyjar gnæfðu upp úr
djúpinu eins og óvinnanleg vígi,
önnur þeirra, Drangey, fræg úr
sögu útlagans Grettis og síðasta
hæli hans. Drengurinn var knáleg-
ur og kvikur á fæti og augun hauk-
snör, er hann hugði að fénu. En
þegar hann leit yfir bygðina og
fjörðinn, færðist dreymandi fjar-
lægðarblámi yfir svip hans, eins
og hugur hans væri gripinn spur-
ulli útþrá.
Hann var kominn í námunda við
veginn, þegar hann staðnæmdist
skyndilega og hlustaði. Margradd-
aður söngur barst að eyrum hans.
Hann faldi sig á bak við stóran
stein og gægðist yfir hann til að
sjá, hvað um væri að vera. Spotta-
korn frá sér sá hann sex unga
menn koma ríðandi hægt upp
sneiðinginn. Reiðhempurnar flöktu
frá þeim og þeir báru erlend höfuð-
föt. Hann heyrði greinilega orða-
skil, er þeir sungu, en skildi ekk-
ert orð:
Sive per Syrtes iter æstuosas
Sive facturus per inhospitalem
Caucasum vel quæ loca fabulosus
Lambit Hydaspes.
Undireins vissi hann að þetta
mundu vera námssveinar úr lat-
ínuskólanum í Reykjavík, sem um
þetta leyti árs voru vanir að safn-
ast saman í stóra hópa eins og far-
fuglarnir, og fara til höfuðstaðar-
ins til að halda þar áfram námi
sínu eftir þriggja mánaða sumar-
frí. Einn þeirra þekti hann. Það
var unglingur aðeins tveim árum
eldri en hann sjálfur, sonur vel-
megandi bónda þar í sveitinni.
Hann átti nú að ganga inn í þriðja
bekk skólans.
Skólasveinarnir fóru fram hjá,
án þess að taka eftir skolhærða
kollinum, sem var næstum því
samlitur steininum. Þegar þeir voru
komnir upp á brekkubrúnina, hættu
þeir að syngja, hvöttu hestana
sporum á harða brokk og hurfu
milli hæðanna, þar sem bugða kom
á veginn.
En Stefán litli var risinn á fæt-
ur og stóð eins og hann væri negld-