Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 73

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 73
ALÞÝÐUSKÁLDIÐ 55 sínu 17 ára gamall og gerðist vinnumaður hjá ættingjum sínum í sveit nokkru austar á Norður- landi. Um þetta leyti voru miklir útflutningar frá íslandi til Ame- ríku, og ákvað Stefán, þegar hann var 19 ára gamall, að flytja af landi burt ásamt foreldrum sínum. En áður en hann færi, fékk hann í nokkrar vikur tilsögn í ensku á prestsetri einu þar í grendinni. Það var hans einasta skólaganga á æf- inni. Af sjálfum sér hafði hann lært að skilja dönsku. En það varð þó ekkert af þessum lærdómi, held- ur ást hans á þjóðlegum fræðum, sem varð dýrmætasta eign hans í útlegðinni. Enginn veit, með hvaða tilfinn- ingum Stefán yfirgaf föðurland sitt, þar sem hann hafði hlotið svo örðugt og fátæklegt uppeldi, er hann lét í haf, tæpt tvítugur, árið 1873. Víst er um það, að sjálfur mun hann hafa vitað það til fulln- ustu, að teningunum var kastað æfilangt. Ferðin var löng og dýr. Á þeim tímum sneri enginn aftur sem fór. Ef Stefán hefir nokkurn tíma farið af landi hurt í þeirri von, að hljóta með því þægilegra líf og fá uieira næði til bóklegra iðkana, þá brást sú von algerlega. Hann flutti öieð sér foreldra sína aldurhnigna, festi bráðlega ráð sitt og eignaðist öiargt barna. Erfiði frumbýlings- lífsins hiaut hann að reyna til hins ítrasta, með því að hann tók sér þrisvar sinnum nýtt land til að ryðja og rækta, í síðasta skifti i Canada, skamt fyrir austan Kletta- fjöll. En sú saga verður ekki sögð hér. Hún mun vera að flestu leyti áþekk sögu fjölda margra annara skandinaviskra frumbýlinga í Ame- ríku. Afkoman varð miðlungi góð. Stefán varð þolanlega vel stæður bóndi, en þó aldrei svo, að hann þyrfti ekki að strita myrkranna milli. Það var fyrst í rökkrinu, þegar hann var orðinn einn og hafði velt af sér reiðingnum, eins og hann kemst að orði í einu af kvæðum sínum, að leiðir skiljast fyrir hon- um og stéttarbræðrum hans. Þá komu hugsanirnar, sem höfðu hvarflað að honum í önnum dags- ins, og kröfðust þess að fá meiri íhugun og athygli. Þá tók hann að yrkja. Ljóðasafn hans (fimm væn bindi, 1909—1923) hlaut nafn- ið “Andvökur”. Og það nafn var ekki valið af neinni fordild, heldur vitnar um nakinn sannleikann. Þegar maður les ljóð Stefáns, verður maður fyrst og fremst undr- andi yfir því, hversu óþrjótandi auð- legð þau hafa að geyma, er maður ber þau saman við hin fátæku lífs- skilyrði, sem hann átti lengst af við að búa. Það er naumast nokk- urt vandamál samtíðarinnar, sem skáldið hefir ekki gerhugsað og gert sínar viturlegu athugasemdir við. í ljóðum hans verður fyrir oss dæmalaus auður kjarnyrða. Hann hefir alla tunguna á valdi sínu, skáldamál og hversdagsmál að fornu og nýju. Málið æxlast í hönd- um hans og ný orð skapast, sem öllum virðast þó vera gamlir kunn- ingjar. Hann getur lýst amerísku landslagi, jafnfrábrugðið og það er íslenzku, alveg eins vel og eðlilega og fjöllum átthaganna. Maður mundi ímynda sér, að hann hefði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.