Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 86
68
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
presturinn og skrifaði eitthvað á
saurblaðið í sálmabókinni. “Segi
og skrifa: tvö. — En nú er að vita,
livað mörg atkvæði Jón fær. —
Rétti þeir upp hægri hendina, sem
eru með Jóni.”
“Hér eru mín atkvæði,’’ sagði
afi gamli og rétti upp háðar hend-
ur; “eg vona að engum takist að
ónýta þau.”
“Eitt með Jóni!” sagði prestur-
inn; “enginn fær að greiða fleiri
en eitt atkvæði.’’
“Tóbaksdósirnar eru þó í vinstri
hendinni,” sagði afinn; “þær eru
í hinni vinstri, og eg vona að þær
séu atkvæðisbærar.”
“Enginn má múta við kosning-
ar,’’ sagði presturinn, “það er á
móti lögmálinu: ‘auga fyrir auga
og tönn fyrir tönn,’ stendur þar, en
ekki: tvær tennur fyrir eina tönn.
— Eitt með Jóni — eitt — eitt!”
“Eg bauð ekki mútu,” sagði af-
inn og strauk skeggið; “eg bað
bara um að tóbaksdósirnar mættu
greiða atkvæði.”
“Skilja má fyr en skellur í tönn-
um,’’ sagði amman.
“Sleppum því alveg,” sagði prest-
urinn. “En eitt með Jóni — eitt
gott og gilt atkvæði með Jóni. Eru
fleiri með Jóni? — Eitt — eitt —
eitt með Jóni.!”
“Hér er mitt atkvæði með Jóni,”
sagði pabbi Karls litla.
Nú blöskraði Karli. En hann gat
ekkert gert, nema depla augunum
ofurhægt. “Eg hefi sjálfsagt tungu-
haft,” hugsaði hann.
“Tvö með Jóni,” sagði prestur-
inn; “tvö góð og fullgild atkvæði
með Jóni. — Tvö — tvö — tvö! —
Tvö með Karli og tvö með Jóni.
Metaskálarnar eru hnífjafnar. —
Hvers atkvæði á að ríða bagga-
muninn? Hver vill gera mund-
angshallann? — Og hvoru megin
ert þú, ljósmóðir góð?’’
“ Eg er með hvorugum,” sagði
ljósmóðirin þurlega.
“Með hvorugum!” hrópuðu allir
einum rómi — allir, nema fóstran.
“Ertu virkilega með hvorugum?”
“Já, með hvorugum,” sagði ljós-
móðirin. “Eg hefi aldrei haft neitt
dálæti á Jónum og Körlum. Og eg
kann aldrei við þessi nútíðarnöfn.”
“Ef þú ert hvorki með Jóni né
Karli í þessum kosningum,’’ sagði
presturinn, “nú, með hverjum ertu
þá?”
“Eg er með Adam,” sagði ljós-
móðirin.
“Hvaða Adam?” spurði prestur-
inn.
“Nú, bara Adam!” svaraði ljós-
móðirin. “Eg hefi sem sé altaf
verið með Adam, er með Adam, og
verð ávalt, vona eg, með Adam!
Og hvað er á móti því?”
“Eg vil fá að vita, hvaða Adam
hún á við,’’ sagði afinn.
“Við skulum sleppa því,” sagði
presturinn og ypti öxlum; “það
getur leitt okkur út í trúmálaþras.”
“Eg vil endilega fá að vita, hvaða
Adam það er?” sagði afinn með
nokkrum ákafa; “því ef hún á við
hann Adam, manninn hennar Evu,
þá getur Adams-nafnið þýtt hið
sama og Jóns-nafnið, og þá eru
komin þrjú atkvæði góð og gild
með Jóni. — Maður verður að hafa
augu og ejTu opin við kosninga-
borðið, svo ekkert atkvæði sé gert
ónýtt að óþörfu."
“Við skulum enga rekistefnu