Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 87
NAFNIÐ
69
gera út af því,” sagði presturinn;
“því ef hin háttvirta og lærða Ijós-
móðir vill endilega greiða sitt at-
kvæði með Adam, þá getur enginn
bannað henni það.’’
“Eg vil endilega láta hana sverja
eið á bók," sagði afinn, enn ákaf-
ari en áður; “því annars veit mað-
ur ekki, við hvaða Adam hún á.”
“Þessi athugasemd kemur of
seint,’’ sagði ljósmóðirin, því eg er
búin að greiða mitt atkvæði, og
enginn lifandi maður á jarðríki
kemur mér til þess, að greiða at-
kvæði tvisvar sama daginn.”
“Jæja, þá nær það ekki lengra,”
sagði presturinn. “Hún er búin að
greiða atkvæði með Adam. Það er
því eitt atkvæði með Adam, tvö
með Jóni og tvö með Karli. — At-
kvæði móðurinnar kemur ekki; og
þá er ekkert atkvæði ógreitt nema
mitt eigið.’’
“Og það vona eg að verði með
Jóni,” sagði afinn. “Mundu eftir
þeim Jóni Vídalín og Jóni Arasyni. ’
“Nei, hann hugsar til séra Karls
prófasts langafabróður míns,” sagði
amman.
“Eg veit að hann hugsar til föð-
ur mannkynsins," sagði ljósmóð-
irin.
“Á-já-já!” sagði afinn og opnaði
tóbaksdósirnar; “þá veit maður nú
við hvaða Adam hún á. — Það er
Adam maður Evu, og um leið eru
atkvæðin orðin þrjú með Jóni.’’
“Eg sagði að presturinn mundi
hugsa til föður mannkynsins,"
sagði ljósmóðirin; “en eg nefndi
ekki Adam á nafn.”
“Pa!” sagði afinn; “þetta eru
bara lagakrókar og vífillengjur.”
“Ef presturinn greiðir atkvæði
sitt með Adam,” sagði pabbi Karls
litla, “þá verða tvö atkvæði með
hverjum þeirra: Jóni, Karli og
Adam. Og þá verður kosningin ó-
nýt af því að móðirin vill ekki
greiða sitt atkvæði — en dreng-
urinn verður nafnlaus og má það
hörmulegt heita. Nei, eg vona að
presturinn greiði sitt atkvæði með
Jóni.”
Drengurinn þarf ekki að vera
nafnlaus, þó að presturinn greiði
sitt atkvæði með Adam,” sagði
Ijósmóðirin, “því drengurinn eign-
ast þá öll nöfnin, og verður kall-
aður:: Adam, Karl Jón.eða Adam
Jón Karl.”
Amman fórnaði höndum á ný
og fóstran varð náföl í framan.
“Eg læt það alt vera,” sagði af-
inn og setti þumalfingur og vísi-
fingur hægri handar ofan í tó-
baksdósirnar. “Eg læt það alt vera,
ef Jóns-nafnið er fremst í röðinni,
nefnilega: JÓN Adam Karl.”
“Eg skal segja ykkur, hvernig
eg greiði mitt atkvæði,’’ sagði
presturinn.
Allir urðu að eftirtekt.
“Eg greiði það svona,” sagði
presturinn; “eg greiði það með
Karli. Drengurinn er Karl, og hét
Karl áður en hann kom hingað,
og hann mun heita Karl eftir að
hann fer héðan; og þess vegna
nefni eg hann nú Karl í hamingj-
unnar nafni, og Karl skal hann
heita um aldur og æfi. Og eg skal
skrifa nafn Karls litla gullnum
stöfum á silfurspjald og láta geyma
það í skjalasafninu mikla, þar sem
geymd eru nöfn hinna frægustu
og mætustu Karla og Karls sona
um allar aldir. Amen! — Kosning-