Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 90

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 90
72 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ast um, að enginn væri hér boð flenna hvorki í buxum né pilsi. Meðan við nú hímdum og l)iðum í þessum skála til að leggja fram okkar skilríki, þótti okkur karl,- mönnunum gaman að athuga þá miklu breytingu, sem var orðin á okkar kvenfólki blessuðu við ham- skiftin. Því allar voru nú konurn- ar, yngri sem eldri, orðnar til að sjá eins og syrgjandi grátkonur við heljar mikla jarðarför. Þótti okkur breytingin mikil og snögg frá því deginum áður. Því þá, eins og alla dagana á undan, höfðu þær liisp- urslaust sýnt sína livítu armleggi bera upp á öxl, og, að eg ekki tali um, silkisokkaða fótleggi og kálfa, með sokkanna lit svo villandi lík- ann því sem bert hörundið hefir. Eg ýki það ekki að margur gat blekkjast látið og haldið þær ber- leggjaðar upp fyrir kné að minsta kosti. En nú var öll dýrðin hulin svörtu. Eigi að síður voru þær fríðu fríðar eftir sem áður; — mikið er skraddarans pund. Því það er eins og á sama standi hverjum skollan- um fríð kona klæðist ef aðeins sést andlitið og vöxturinn; og í þetta skifti virtust okkur sumar orðnar hreinar Maríur að vexti og vænleik. Jæja. Inn fór öll hersingin, inn eftir löngum göngum enn, mikil er sú páfahöll, þar til loks við námum staðar í veglegum sal; en svo mörg vorum við að við urðum að dreifa úr okkur með því að nokkuð af hópnum færi inn í annan álíka sal þar inn af og enn einn hópur inn í þriðja salinn þar innar af, því okkur var uppálagt að raða okkur meðfram veggjunum í einfaldri en þéttri röð. Rauðklæddir hempu- þjónar sáu um þessa niðurröðun á okkur og báðu okkur að bíða ró- lega nokkra stund, þar til hinn heilagi maður birtist okkur. Nú stóðum við þarna eins og stofnsett tré og biðum góðan hálf- tíma, sem okkur fanst meira en heill, og reyndum að brosa, en þorðum ekki að mæla. Kyrðin í stofunum var álíka og þegar englar svífa í kring yfir góðu og guði þekku sofandi barni (sbr. “Sitji guðs englar samán í hring sænginni yfir minni’’). Nú lá við að við færum að hrjóta, og sofa standandi eins og hestar við stall; en þá fór einhver franskur kollega að hvískra og pískra og valdalegur kardínáli setti ofan í við hann. í þeim svifum var hurð hrundið upp og inn gekk páfinn, innan úr sinni allra helgustu baðstofu. Fylgdu honum tveir rauðhempuklæddir kardínálar, og þrír vígamannlegir vopnaðir og gullbúnir hermenn. Sjálfur var liann í livítleitum, skó- síðum slopp, sem fór honum vel, með hvíta kollhúfu á höfði, létta ilskó á fótum með rósinkrans eða perlukeðju laust vafða um mittið, góðmannlegur og greindarlegur á svipinn. Einn hermannanna gekk næst honum og var vígamannleg- ur og einbeittur á svipinn. Auk vopnanna, sem glömruðu við hlið honum, hafði hann í liendi svart prik úr spansreyr, og var það auð- sýn varúðarráðstöfun, ef einhver gestanna skyldi dirfast að verða handóður við hinn helga húsbónda hans. Nú gekk páfi á röðina frá ein- um til annars alt í kring þar sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.