Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 95
HALLGERÐUR í NJÁLU
Hermundarson frá Gilsbakka, er
var ábóti á Helgafeli og var fimti
liður frá Guðrúnu.
En á hvern hátt sú hamskifting,
sem hér um ræðir. hafi getað átt
sér stað milli þeirra Guðrúnar og
Hallgerðar, getur verið skiljanlegt
eins og hér skal verða tilfært.
Herdís Bolladóttir, sonardóttir Guð-
rúnar ósvifursdóttir, átti Orm
Hermundarson á Gilsbakka, en
þeirra dóttir var Þórvör, er gift-
ist Skeggja Brandssyni í Skóg-
um undir Eyjafjöllum, og þeirra
son var Bolli í Skógum, faðir
Skeggja í Skógum, föður Hildar,
er átti Njáll í Skógum Sigmundar-
son. En sonur þeiira Njáls og Hild-
ar, var Skeggi, er uppi var á fyrri
hluta 13. aldar, og bjó í Skógum.
Nú vill svo vel til, að Njála getur
þess, að Skógverjar séu komnir af
Þorleifi krák, sem var bræðrungur
Njáls Þorgeirssonar. En á hvern
hátt þau ætttengsli hafi verið, með
settniðjum Þorleifs og Skógverj-
um, sjáum vér hvergi. Engar líkur
eru heldur fáanlegar til að geta í
Þá eyðu. Það eitt má telja full-
líklegt, að Njáll í Skógum hafi ver-
ið kominn af Þorleifi, og borið nafn
þess nána ættingja hans, Njáls á
Bergþórshvoli. Auðsætt er að frá-
sagnir af Hallgerði muni hafa bor-
ist út frá Bergþórshvoli, og þá að
sjálfsögðu átt viðkomustaö hjá Þor-
leifi, sem öðru ættfólki þeirra Njáls
°g Bergþóru.
Á þenna hátt hafa frásagnir af
Hallgerði borist til Skógverja, og
orðið þar sambekkingar við frá-
sagnir af Guðrúnu ósvifursdóttur,
er þangað hafa borist með Þórvöru
Ormsdóttur frá Gilsbakka. Það er
77.
ekkert einsdæmi að frásagnir vill-
ist út frá sinni réttu braut og rugl-
ist á ýmsan veg — sem líkindi eru
til að hér hafi orðið.
Hallgerður hefir hlotið að vera
mjög ung, er hún giftist Glúmi.
Má ráða það af aldri Gunnars, er
hún giftist 15 árum síðar. Af því
er tæpast hugsanlegt, að hún hafi
gift verið áður en Glúmur fær
hennar. En það sem vikið er að
því atriði í sögukaflanum af Glúmi.
að hún hafi gift verið áður, hljóta
að vera ályktanir höfundarins, er
hann hefir dregið af þeim frásögn-
um, er geta um hjúskap hennar við
Þorvald. Sú varúð, sem slegin er
upp með Þjóstólf, að hann verði
ekki látinn fara að Varmalæk,
vegna þess hversu hættulegur
hann gæti orðið Glúmi, er ekkert
nema vindhögg út í bláinn. Því fyr-
ir eitt einasta víg hefði Þjóstólfur
þessi verið drepinn eða gerður sek-
ur skógarmaður, óalandi og óferj-
andi og óráðandi öllum bjargráð-
um. Og ólíklegt er að nokkur mað-
ur færi að halda uppi fébótum fyr-
ir þann mann, er svo hafði illan
grun á sér, sem hér er gefið til
kynna. Það sýnist ekkert viðsjár-
vert við það, að Þjóstólfur fari að
Varmalæk er Höskuldur rekur hann
á braut. Því ekki hefði hann rek-
ið hann frá sér, ef um nokkurn
grun hefði verið að ræða um yfir-
vofandi hættu gagnvart Glúmi, þó
hann veitti honum viðtöku. Og
það mátti Höskuldur vita, að þang-
að mundi Þjóstólfur leita ásjár —
hafi annars um nokkra fóstur-
skyldu verið að ræða af hendi
Hallgerðar gagnvart honum. Það
getur ekki verið í samræmi við