Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 98
80
TÍMARIT ÞJÓBRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
Þó verður Höskuldur að kveðja
Rút til ráða. En þaðan er ekki
annað að hafa en illyrði og háðung-
ar til Hallgerðar. — Það er í mesta
máta ólíklegt, að Rútur hafi ver-
ið kvaddur til ráða um einkamál
þeirra Gunnars og Hallgerðar. Því
þá var aftur komið í hinn mesta
fjandskap milli þeirra bræðra, er
Rútur hafði sett leysingja sinn nið-
ur í landareign Höskuldar, sem
segir í Laxdælu. Þá mun Jórunn
húsfreyja hafa verið dáin, eða hana
hefir brostið kjark til að halda
þeim bræðrum lengur í skefjum.
En þrátt fyrir það, þótt Rútur
hafi verið þetta ágengur gagnvart
bróður sínum, sem segir í Laxdælu,
þá kemur hann þar hvergi fram
sem óvandaður málæðisskrjóður,
eins og hann kemur fyrir í Njálu.
Virðist honum því alt of mikið
beitt, fyrir illyrði og fleipri um Hall-
geröi, til þess að það geti veriö
sennilegt. Það er því öllu líkara,
að slúðurlýð, er flakkað hafi lands-
liorna milli, liafi þótt gott að bera
jafnmerkan mann fyrir slíkum ó-
hróðri, og færa liann öfundarfólki
Hallgerðar, er þar hafi þótt góðra
gjalda verður. Enda er Rútur í
nógu mikilli fjarlægð frá því um-
liverfi, er blásið liafi slíkann orða-
sveim, að borinn yrði til baka.
Það er ekkert ólíklegt, að undir-
rót allra þeirra slúðursagna, sem
af Hallgerði hafa spunnist, hafi átt
upptök sín í þeirri illspá Njáls, að
“af henni mun standa alt hið illa,
er hún komi austur þangað”. Og
svo ógætinn er Njáll, að kasta
þessari hrakspá framan í sinn
bezta vin, um þá konu, er hann
hafði fastnað sér, sem virðist alt
annað en viturlegt af honum eða
vingjarnlegt. Því þetta hlaut að
hafa hin verstu áhrif á hjúskapar-
líf þeirra framvegis, — svo framar-
lega sem Gunnar tæki ekki þessi
glapyrði sem markleysu eina. En
Gunnar trúir í eiilfeldni sinni, að
Njáll sjái þetta rétt, og það hljóti
að koma fram. Því tekur hann
þessa spáflugu sem vináttumerki
frá hans hendi. En, af sögunni að
ráða — hafa afleiðingarnar orðið
þær, að Gunnar tortryggir konu
sína, sem verður til þess, að kæla
sambúðina, og gera þau ógæfu-
söm í hjónabandinu.
Það lítur helzt út fyrir, að Njáli
hafi orðið svo mikið um þau tíð-
indi, er Gunnar færir honum, um
festarmál sín við Hallgerði, að
hann hafi mist alt vald á skapi
sínu. Mætti því helzt ætla, að
hann hafi búist við því af þessum
trygga vin sínum, að hann myndi
leita sinna ráða um kvonfangið —
og máske verið búinn að liugsa
sér þann ráðahag, er hann hafi á-
kosið honum. — Lætur nærri, að
þá hafi einhver dætra Njáls (sú
ónefnda?) verið komin á það
þorskastig (sextán vetra eða þar
um bil ?), að farin hafi verið að
líta eftir álitlegu mannsefni, sem
Gunnar hefir að sjálfsögðu verið,
— og væri líka alt annað en á-
mælisvert, — þótt ekki yrði jafn-
hæfin að grípa óskastundina, sem
dætur allsherjargoðans á Þingvelli,
er þær breiddu út léreft sín, og
völdu sér bændaefnin (Sturlunga-
saga 11. 16).
Slík vonbrigði mættu hafa vald-
ið hinni geipilegu truflun, er grip-
ið hafi spekinginn á Bergþórshvoli,