Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 101
HALLGERÐUR í NJÁLU
83
En hér gefst öfundarfólki Hall-
gerðar tækifæri, að nota sér upp-
kveikjuna, og blása að þeim kolum
er brunnu. Er það nú gert mjög
trúlegt, að Hallgerður hafi látið
brenna í Kirkjubæ, og taka þaðan
mat á tvo hesta, til þess að vinna
það upp á Otkeli, að hann neitaði
Gunnari um bjargræði um vorið.
Þetta hefir borist fljótt, því það
lítur helzt út fyrir, að Gunnar hafi
verið búinn að fá pata af fleiprinu
áður en hann er kominn heim af
þingi. Þess vegna hafi hann tor-
trygt konu sína, er hún bar matinn
á borðið, og gefið henni þær ó-
vönduðu kveðjur, að þjófkenna
hana og slá til hennar um leið, í
margi-a gesta viðurvist. Þetta hef-
ir átt að gera Gunnar stórhreinleg-
ann, og hreinsa hann af öllum
þeim grun um brunann, sem hlau1-.
að gjósa upp, um leið og fregnin
um hann berst til Alþingis, með
sendimanninum frá Kirkjubæ, er
sendur var Otkeli. Að þarna hafi
Gunnar strax verið grunaður, má
ráða af því sem áður er tilfært. Og
þetta hefir borist Gunnari, og þá
hefir hann óefað leitaö ráða Njáls
á þinginu. “Þá kom eitt vanda-
mál at hendi Gunnari,” segir sag-
an á öðrum stað, og “Njáll réði
honum ráðin”. Vel mætti það hafa
verið hið sama vandamál, sem
hér ber Gunnari að hendi, því sag-
an getur þessa næst á undan þeim
viðburðum, sem hér um ræðir. En
sagan tilgreinir hvorki vandamál
Ounnars né ráðin Njáls. Svo það
er eins og söguhöfundinum eða
heimildarmanni hans, hrjósi við
því hugur, að tilfæra það. Hefir
því líklega hvorugt verið sérlega
stórhreinlegt. “Njáls bíta ráðin,”
segir í formálanum fyrir Grágás
(N.m. LXIV.)
Að ráðin Njáls hafi bitið hér á
Gunnari í framkomu hans við
gestaborðið á Hlíðarenda, liggja ó-
skráð orð á milli línanna, um
vandamál Gunnars, hvernig ráðið er
fram úr því. Það verður að vera í
samræmi við alt annað, sem kem-
ur úr spáflugnabúi Njáls, gagnvart
Hallgerði: óheillaspár, illgirnisdylgj-
ur og háðungar. Og því kemur
Gunnar svo fautalega fram við
borðið, eins og sagt er frá, að hann
hefir orðið fyrir áhrifum vondra
manna. Sú framkoma hans gagn-
vart konu sinni spillir töluvert því
áliti, sem hann annars hefði haft,
ef hann hefði komið drengilega
fram, og reynt í kyrþey að komast
að því sanna í þessu efni, bæta fyr-
ir, ef hann liefði fundið sök hjá
henni, en að öðrum kosti að bera
af henni ámælið. En ómenskan,
hvað vitsmuni snertir, ríður hvergi
við einteyming, er hann verður til
þess að snúa sterkasta strenginn í
þann sakaráburð á Hallgerði, er
hér var komið á gang.
Svo nær það ekki heldur nokk-
urri átt, að geti verið rétt, sem
sagt er, að Hallgerður léti fara í
Kirkjubæ — þótt nógar matar-
birgðir hefðu þar veriö — í þeim
tilgangi að taka þaðan mat á tvo
hesta um hábjarta sumarnótt, og
það yfir langan og fjölfarinn veg í
gegnum bygð að fara, þegar um-
ferð er sem tíðust um nætur. Og
frásagan um hnífinn og beltið, er
Melkólfur týnir, getur ekki heldur
staðið í neinu sambandi við ferð
hans í Kirkjubæ þá nótt, sem