Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 103

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 103
HALLGERÐUR í NJÁLU 85 fariö að gefa nokkurn stolinn mat, þótt hann hefði haft í fórum sín- um. Því slíkt var auðsætt, að vekja mætti illan grun. Alt þetta ráðabrugg hefir stað- ið yfir fullan hálfan mánuð. Hvað veldur því að Gunnar situr heima alt þetta af, eftir að hafa gefið Hallgerði ráðninguna í gestastof- unni, með þeim orðum, er fylgdu? Það bendir helzt til, að hann hafi fundið, að hún hafi saklaus verið grunuð um þann stuld, sem á hana var borinn. Ef hann hefði fundið hitt, að maturinn var ófrjáls, þá hefði hann ekki dregið það lengur en til næsta dags, að bæta fyrir þau mistök, er orðið hefðu. Það hefði hann hlotið að gera sóma síns vegna, því enginn þjólfsnaut- ur kvaðst hann vilja vera, og sjálf- sagt hefir hann sagt það satt, þótt lítið virðist bera á sómatilfinningu hjá honum í öðrum efnum. En var þá ekki sú ferð óþörf, sem föru- konurnar fara? Hér virðist aðeins um klækibrögð að ræða, til þess að ná í ostinn og sanna með því sök- ina á Hallgerði, eða á þau bæði, Gunnar og hana. Því það var ost,- ur, sem, gruninn vakti hjá Gunn- ari, þegar hún bar matinn á borð- ið, og hann lumbraði á henni fyrir, En þá inntöku hefir hann fengið með fregninni um skaðann af brun- anum, að ostur og smjör hafi far- ist þar inni. Máske tveir hestburð- ir liafi þá verið komnir heim úr selinu á Kirkjubæ, ef til vill af öll- um mat, svo fallið gæti í ljúfa löð við stuldinn. En allsstaðar var gerður ostur í þá daga. Því mátti eiga víst, að gefinn væri “ostur og smjörskaka”, hvað sem öðru liði. Það er ekki fyrri en eftir þessa rannsókn, sem Gunnar fer í Kirkju- bæ við tólfta mann. Sú ferð hlaut að vera gerð í þeim tilgangi að bera sökina af Hallgerði. En ólíklega, eins og sagan segir, að hann færi að hafa orð á því, að konan sín væri völd að þeim skaða, er þar hefði orðið. Gunnar hefði gert sig of auðvirðilegan, að fara að klifa á slíku við Otkel — jafnvel þótt satt hefði verið. Auðvitað getur þetta verið í samræmi við aðra framkomu Gunnars gagnvart Hall- gerði. En hér verður engu tauti komið á við Otkel í þessari ferð. Hann notar sér þá heimsku Gunnars, að þjófkenna Hallgerði í margra m-anna áheyrn, og stefnir þeim um stuld og afneyzlu þýfisins. Málið kemur svo til Alþingis. Þar er Gunnari boðið sjálfdæmi fyrir þá háðung, sem Otkell gerir þeim með stefnunni. En á móti þeirri srnán gerir hann verð hússins og þess er inni brann. Þessi urðu málalokin. Á stuld er þar ekki minst. Ef stefn- an hefði verið réttmæt, var heldur engin ástæða að bjóða hér sjálf- dæmi fyrir. Verður því alt það fleipur, sem borið hefir verið á Hallgerði, um stuldinn í Kirkjubæ, að falla um sjálft sig. Mest hefir Hallgerði verið legið á hálsi með hárlokkinn, er hún neitaði Gunnari um í bogastreng- inn. Að Gunnar hafi farið þess á leit við hana, að hún skæri lokka úr hári sínu í bogann, er engan veg trúlegt. Þegar Þorbrandur hefir höggvið í sundur bogastrenginn og Gunnar hefir vegið hann, er Ás- brandur í sama bili kominn upp á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.