Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 103
HALLGERÐUR í NJÁLU
85
fariö að gefa nokkurn stolinn mat,
þótt hann hefði haft í fórum sín-
um. Því slíkt var auðsætt, að vekja
mætti illan grun.
Alt þetta ráðabrugg hefir stað-
ið yfir fullan hálfan mánuð. Hvað
veldur því að Gunnar situr heima
alt þetta af, eftir að hafa gefið
Hallgerði ráðninguna í gestastof-
unni, með þeim orðum, er fylgdu?
Það bendir helzt til, að hann hafi
fundið, að hún hafi saklaus verið
grunuð um þann stuld, sem á hana
var borinn. Ef hann hefði fundið
hitt, að maturinn var ófrjáls, þá
hefði hann ekki dregið það lengur
en til næsta dags, að bæta fyrir
þau mistök, er orðið hefðu. Það
hefði hann hlotið að gera sóma
síns vegna, því enginn þjólfsnaut-
ur kvaðst hann vilja vera, og sjálf-
sagt hefir hann sagt það satt, þótt
lítið virðist bera á sómatilfinningu
hjá honum í öðrum efnum. En
var þá ekki sú ferð óþörf, sem föru-
konurnar fara? Hér virðist aðeins
um klækibrögð að ræða, til þess að
ná í ostinn og sanna með því sök-
ina á Hallgerði, eða á þau bæði,
Gunnar og hana. Því það var ost,-
ur, sem, gruninn vakti hjá Gunn-
ari, þegar hún bar matinn á borð-
ið, og hann lumbraði á henni fyrir,
En þá inntöku hefir hann fengið
með fregninni um skaðann af brun-
anum, að ostur og smjör hafi far-
ist þar inni. Máske tveir hestburð-
ir liafi þá verið komnir heim úr
selinu á Kirkjubæ, ef til vill af öll-
um mat, svo fallið gæti í ljúfa löð
við stuldinn. En allsstaðar var
gerður ostur í þá daga. Því mátti
eiga víst, að gefinn væri “ostur og
smjörskaka”, hvað sem öðru liði.
Það er ekki fyrri en eftir þessa
rannsókn, sem Gunnar fer í Kirkju-
bæ við tólfta mann. Sú ferð hlaut
að vera gerð í þeim tilgangi að bera
sökina af Hallgerði. En ólíklega,
eins og sagan segir, að hann færi
að hafa orð á því, að konan sín
væri völd að þeim skaða, er þar
hefði orðið. Gunnar hefði gert sig
of auðvirðilegan, að fara að klifa
á slíku við Otkel — jafnvel þótt
satt hefði verið. Auðvitað getur
þetta verið í samræmi við aðra
framkomu Gunnars gagnvart Hall-
gerði.
En hér verður engu tauti komið
á við Otkel í þessari ferð. Hann
notar sér þá heimsku Gunnars, að
þjófkenna Hallgerði í margra
m-anna áheyrn, og stefnir þeim um
stuld og afneyzlu þýfisins. Málið
kemur svo til Alþingis. Þar er
Gunnari boðið sjálfdæmi fyrir þá
háðung, sem Otkell gerir þeim með
stefnunni. En á móti þeirri srnán
gerir hann verð hússins og þess er
inni brann. Þessi urðu málalokin.
Á stuld er þar ekki minst. Ef stefn-
an hefði verið réttmæt, var heldur
engin ástæða að bjóða hér sjálf-
dæmi fyrir. Verður því alt það
fleipur, sem borið hefir verið á
Hallgerði, um stuldinn í Kirkjubæ,
að falla um sjálft sig.
Mest hefir Hallgerði verið legið
á hálsi með hárlokkinn, er hún
neitaði Gunnari um í bogastreng-
inn. Að Gunnar hafi farið þess á
leit við hana, að hún skæri lokka
úr hári sínu í bogann, er engan veg
trúlegt. Þegar Þorbrandur hefir
höggvið í sundur bogastrenginn og
Gunnar hefir vegið hann, er Ás-
brandur í sama bili kominn upp á