Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 104

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 104
86 TÍMARIT ÞJÖÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA vegginn. Og í þeirra, viðureign hafa fjandmenn Gunnars ekki verið að horfa eftir, hvernig sá leikur færi, heldur hafa þeir í sömu andránni verið komnir upp á vegginn og sótt að honum á alla vegu. Hefir þá veriö lítið tækifæri fyrir Gunnar að tala til Hallgerðar, og hnoða saman skæting í vísu til hennar, því síður að koma boganum við, þó að heill væri strengurinn — svo fast hefir sú atlaga verið sótt. Næst því segir sagan, að Hall- gerður hafi orðið að hrekjast frá Hlíðarenda fyrir geðvonzku Rann- veigar móður Gunnars. Sýnir það eðallyndi hennar að vilja ekki eiga í erjum við tengdamóður sína aldr- aða. Fátt er það, sem af Hallgerði er sagt í sögunni eftir það. Og sízt er það vingjarnlegt, er sagt er af vinfengi hennar við Hrapp. En svo slær sagan þann varnagla við því, að sumir hafi mælt því í móti. — Slíkan varnagla hefði víðar mátt slá við því, sem af Hallgerði er sagt. Sagan bendir sterkiega til þess, að allar þær ófrægisögur, sem af Hallgerði eru sagðar, hafi átt mið- stöð sína hjá þeim Njáli og Berg- þóru. Annara getur sagan ekki en þeirra, er óvinveitt hafi verið Hall- gerði. Þangað hafa þær sögur bor- ist með flökkulýðnum, er þekt hef- ir, hverju viðmóti þeim yrði þar tekið. Þaðan hafa þær svo runnið með honum til baka út í hina ýmsu viðkomustaði, er þær hafa tekið á brautum sínum, — sérstaklega hjá ættfólki þeirra Njáls og Bergþóru. En svo er ekki annara skyldmenna þeirra getið en bræðrunga Njáls, sona Þóris í Holti. Þangað munu því sagnir af Hallgerði hafa borist og verið teknar trúanlegar, í hversu ljótri mynd sem verið hafa. Því að ekki munu þeir bræður hafa orðið vinveittir Hallgerði, fyrir níðið, er hún lét yrkja um þá feðga, frænd- ur þeirra, sem þó að líkindum hefir ókunnugt verið um gagnsakir þess og tildrög, eða þá ekki tekið tillit til þess, er búið var að skaprauna henni áður af því fólki. Þó mun háðið hafa gramist því fólki mest, er kemur fram í viðurnefninu “tað- skegglingar”, sem bendir til þess að strákar hafi ekki þótt sem allra hreinlegastir með tað í skegg stað á höku og kjálkum, og á því hefir mátt skilja, að heimilið hafi ekki haft orð á sér fyrir þrifnað. Því er auðsætt, að sagnir af Hallgerði, eins og þær eru framsettar í Njálu, hafi borist með ættinni fram í næstu aldir, og ekki verið látnar tapa sér. Og í þann búning mun höfundur sögunnar hafa sett þær á bókfellið, senij hann tók við þeim frá heimildarmanni. En að Gunnar hafi komið svo ómannlega fram gagnvart Hall- gerði, sem honum er gert í sög- unni, en að líkindum átt að verða henni til smánar gert, af þeim, er með þær frásagnir hafa farið — getur á engan hátt talist sennilegt. Hallgerður var of stórlát og mákil kona til þess að una við slíka sam- búð. Og Gunnar hefir h'ka verið miklu betri maður en sagan gerir hann, og hjúskaparlíf þeirra betra en ráða má af sögunni. Enda hefir Hallgerður haft bætandi áhrif á hann, því hún gengur eftir honum með blíðu, þegar hann slær á sig fálæti. En Gunnar virðist hiiðstæð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.