Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 113

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 113
HANNES HAFSTEIN 93 ur símans. Og straumur þess- máttar, er nú tekinn til að “eyða ísi og snæ og auka blóm”. — Mikið og merkilegt þanþol er í þessum hendingum skáldsins og spásögn dálega fleyg. — Mótstöðumenn H. H. ætluðu að fella ráðherrann, með því að snúa síma vírunum að hálsi hans. Þeir hóuðu upp almenningi til að gera aðsúg að honum, svo að honum skyti skelk í bringu. En þá kom alls engi flóttasvipur á ráðherrann. Hann sló í borðið en brosti þó og kvaðst ekki beygja sig fyrir þess- háttar, goluþyt! Þá sýndi hann að skáldið, sem kvað um Kalda- dal og orti brúardrápuna, var sam- v a x i ð stjórnmála - forkólfinum. Hannes Hafstein barðist fyrir símamálinu, gunnreifur þ. e. a. s. orustuglaður. Hann sá það sem fáir gátu séð, að síminn mundi borga sig beinlínis og enn betur óbeinlínis, þegar fram í sækti. Miklir menn sýna yfirburði sína á tvennan hátt: með vitsmunum, sem grípa tækifæri og hugkvænmi, sem skapar tækifæri. H. H. sýndi báðar þessar tegundir stjórnvizk- unnar í ráðherradómi sínum, þegar hann kom símanum til Reykjavík- ur, yfir haf og land, og þegar liann sat að samningum við Dani. Þar í landi var kveðið svo að orði, að liann vefði ráðgjöfum konungs um fingur sér, þegar hann þreytti við þá taflbrögð stjómmenskunn- ar. Hérna í útskeri öfundsýkinnar var honum brugðið um gúnguhátt við Eyrasund. Um þann mótblást- ur eða aðkast mun hann hafa kveðið vísuna: “Takt’ ekki níðróginn næm þér. Það næsta gömul er saga; að lakasti gróðurinn ekki er, sem ormarnir helst vilja naga.” — Eg drap á listina þá að grípa tækifæri og skapa þau. Sá þjóð- málamaður verður langlífur í land- inu, eða endurminningum kynslóð- anna, sem grípur þau og skapar. Sú list getur komið í ljós í smá- málum jafnt sem stórmálum. Þegar H. H. var ráðherra, bar svo við, að umkomulaus unglingur sótti á fund hans í “Hvítahúsinu”. Drengurinn fýstist til Danmerkur í þeim vændum að kynna sér sandgræðslu á Jótlandsskaga. Sveinninn vissi um uppblásturinn í Rangárþingi og sandfokið sunn- anlands, sem kaldrifjaður land- nyrðingurinn lét til sín taka og færði í aukana. Sveinninn vildi freista þess að hefta þenna upp- blástur að fenginni reynslu utan- lands. En hann skorti fararefni. Fáir höfðu trú á því, að gróður- reipi mætti flétta úr sandinum; því að Strandakirkja sú máttuga gat ekki haldið í grassvörðinn í sínu nágrenni — þó hjálpað gæti út í frá ótal nauðleitarmönnum á sjó og landi. Unglingurinn kvaddi dyra að ráðherrasalnum, með hálfum huga, því að honurn lá liálmvisk þar sem lijartað skyldi. Hann gekk þó inn og stóð frammi fyrir ráðsmanni þjóðarinnar. — Komumaður stundi upp erindinu: fjárbón til utanfarar. Hann mun hafa haft einhver meðmæli. Ráð- herrann þagði um stund og virti unglinginn fyrir sér, ekki þó með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.