Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 115
HANNES HAFSTEIN
97
Fagurfræði þessa kátínubrags mun
síðla fyrnast, og mun mega ætla,
að hann og hún nái út í aldir alda,
eða út yfir mæri' landanna, þar
sem hæstu hæðir taka við af jafn-
sléttu. —
Hannes Hafstein lifði tvennar
tíðir. Hann óskaði þess í kvæði,
að íslendingar kæmist upp á Kalda-
dal, til að þvo af sér slénið og herða
sig með röskum skjálfta. Og hann
lifði það að hljóta það hlutskifti
sjálfur, að lenda á Kaldadal úlfúðar
og vanþakklætis, eftir að hafa bú-
ið á jökultindi hefðarinnar, næsta
skjóllausum. Hann sá vonir fæðast
og vaxa, falla í valinn og deyja.. —
Hann var enn karlmenni í mót-
lætinu. Eg á ekki við það, hvernig
hann tók sonarláti og konumissi.
Þá varð hann að sjálfs sín sögn,
“vængbrotinn valur”. Við slík atvik
fallast hetjunum hendur, eigi síður
en veslingunum. Eg á við mann-
dómshátt hans, þegar hann sá fall
Sambandslaga uppkastsins, sem
reyndar fól í sér drauma og kröfur
Jóns Sigurðssonar og Benedikts
Sveinssonar, sem verið hafa hug-
umstærstir í sjálfstæðismálum vor-
um, þeirra manna, sem reistu með
heilindum merkisstöngina, gagnvart
skynsamlegri hugmynd.
— Aðstaða Hannesar Hafsteins
er máluð, þótt í líkingu sé, í kvæði
hans “í hafísnum”. Skipstjórinn í
kvæðinu svarar til ráðherrans, sem
þá var fallinn. Vér könnumst við
þjóðarskútu-hugmyndina. í henni
felst sú hugmynd, að eyjan vor
sé skúta í sænum. Stýrimaður
hennar er þá oddviti þjóðarinnar.
■— Hannes lætur skipstjórann vera
staddan í hafís með skip sitt. Það
situr fast og er í klömbrum jaka-
breiðunnar. Þá tekur skipstjóri það
til bragðs, að ganga af þilfari út
á ísinn og upp á borgarjaka, og
litast uni í sjónauka. Hann sér
auöa rifu og hann kallar til stýri-
manns að knýja skipið til vakar-
innar. Því er hlýtt. En yfirmaður-
inn gefur sér ekki tóm til að forða
sér í skipiö, sem varð svo naumt
fyrir, að ísinn lukti um skut, þeg-
ar stafninn kom í vökina. Þaðan
lá opin leið suður í höf. En skip-
stjórinn stóð á jakanum og veifaði
til skipshafnar sinnar í kveðju-
skyni. — Þarna varð hann úti á
jökultindi hefðarinnar.
Eg veit eigi, hvort atburðurinn
er dagsannur. Það skiftir minstu
máli. Aðalatriðið er það, að yfir-
maður leggur sig í sölur fyrir
þegna. Sá sem fjallar um líkingu
þessa, getur þýtt hana eftir því,
sem honum virðist við horfa. í-
myndun þess, er kvæðið brýtur til
mergjar, getur valið sér svigrúm-
ið og kosið sér um leið niðurstöðu.
“Brjánn féll en hélt velli”.
Þessa ljóðlínu úr Njálu hefir H.
H. endurkveðið yfir Bened. Sveins-
syni. Sú hending á við um Hannes
ráðherra, og leiðtoga skipsins í
jakaborginni.
Sá maður hefir góðu heilli lifað,
sem stækkaði hug einstaklinga og
alþjóðar. Hannes Hafstein gerði
það í kvæðum sínum, eða með
skáldskap sínum. Einn ritdómari
gat þess, er ljóðabók hans kom út
fyrra sinn, að það sæi á henni, að
höf. hennar hefði sloppið við að
“komast í kynni við Sult og Nekt’’.