Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 116
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
98
Honum kom enginn hnekkir, því
að hann sigldi hraðbyr til hilling-
arlanda frægðar og viðurkenning-
ar, rúmlega tvítugur að aldri, og
svo í öðrum áfanga upp í æðsta
sæti þjóðarinnar. Séra Friðrik
Bergmann sagði um þenna ráð-
gjafa eitt sinn, að hann væri gædd-
ur þeim hæfileika að “geta heillað
hugsvinnsmálum’’ þá, sem hann
ræddi við. Sú gáfa er að vísu náð-
argáfa og fengin í vöggugjöf. Eu
vissulega verður að rækta hana
með ástundun og lialda henni í
sólarljósi og dögg og andvara. Það
er í rauninni auðveldara að kf'me
gáfum og mannkostum í niður-
níðslu en að ávaxta þau. Þessi um-
mæli gáfu-prestsins varpa ljósi
yfir það, með hverjum hætti þessi
stjórnmálamaður kom ár sinni fyr-
ir borð, þegar hann átti við ofur-
efli að etja: hann beitti höfðing-
legri alúð og vizku. Hann lokaði
hefnieirni úti úr herbúðum sínum
og beitti ekki áreitni í orðaskift-
um. Þessi leiðtogamenska fyrsta
ráðherra vors gæti verið og orðið
til fyrirmyndar og eftirbeytni öll-
um ráðherrum í landi voru, ef þeir
vildu athuga ráð sitt og framferði
með veðurnæmri samvizku.
Þessi bragniðji fann snemmind-
is “hitann í sjálfum sér og sjálfs
sín kraft til að standa í mót” and-
viðri og mótblæstri. Þegar hann
kvað eftr kornungan skólabróður
sinn og rifjar upp, hvaða verð-
mæti fóru með honum í gröfina,
bætir skáldið þessu við:
“En auk þess, hvílíkt fjör með afl
og yl
og æskuþrek, hve margt: “eg skal,
eg skal”.
Og hvílík löngun lífs og geði til
og löngun til kð verða að nýtum
hal. ...”
Undir þessum Ijóðlínum felast
keppikefli og heitstrengingar Hann-
esar sjálfs. Áður hafði hann ósk-
að þess hálft í livoru, að ættjörðin
þyrfti að verjast óvinaher, svo að
hann fengi tækifæri til að berjast
fyrir hana. — Hann fékk tækifær-
ið á þroska-aldri óg hopaði þá ekki
af hólmi, lét jafnvel líf sitt í þeirri
orrahríð, ef að líkindum lætur.
Enginn skyldi ætla, að þær atlög-
ur, sem gerðar voru að Hannesi
ráðherra, hafi ekki snert skáldið
og manninn. Maðurinn er því við-
kvæmari venjulega, sem hann er
fjölhæfari og betur gefinn. Hitt er
annað mál, að slíkir menn dylja
viðkvæmnina, og láta svo sem ekk-
ert væri um að vera. Hannes Haf-
stein varð að mæta “óvina her”,
innlendum, og sá eldurinn brennur
sárast, sem næstur er; og einnig
útlendum. En sá herinn var að
vísu óvildarlaus í garð þjóðmála-
mannsins. Viðureignin við þann
her h'ktist því tafli, er þreytt er með
kaldri kænsku. Sá er háttur stjórn-
málamanna, sem eru veraldar-
vanir. — Verður þá að etja kappi
og sýna, að engi er annars bróðir
í leik. Miklu mundi skifta í þeim
viðskiftum, að sá bjóði af sér góð-
an þokka, sem teflir um landsrétt
og þjóðarkröfur. — Hrekkjalómar
stórveldanna senda stundum tál-
fagrar hefðarkonur á fund and-
stæðinga, í þeim vændum að koma