Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 128
110
TÍMARIT ÞJÍÆ)RÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
um, því til þess hefði þurft langan tíma
og mikla þolinmæði.
Eins og yður mun flestum kunnugt, þá
var fimm manna nefnd kosin á þjóð-
ræknisþinginu 1927, samkvæmt ósk und-
irbúningsnefndar Alþingishátíðarinnar á
Islandi og tillögu þriggja manna nefnd-
ar, er stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags-
ins fól úr sínum hópi, að athuga heim-
fararmálið.
Eg þarf ekki að fara mörgum orðum
um verkefni það, sem fyrir þessari ný-
kosnu nefnd lá, og þeim þrem mönnum,
sem henni var leyft af þjóðræknisþinginu
að bæta við sig. Það nægir að segja að
verkefnið var mikið. Þjóðræknisþingið
hafði fengið nefndinni $100 í peningum
og afhent henni svo málið, til ákvæða,
umsjónar og úrslita.
Fyrsta verkefni nefndarinnar var að
koma sér niður á mennina þrjá, sem hún
hafði leyfi til að bæta við sig. Sá fyrsti
af þeim til að taka sæti í nefndinni, var
Hon. Thomas H. Johnson. Því miður
naut hans ekki lengi að i nefndinni, því
hann lézt, eins og kunnugt er, 20. maí
1927. Voru þá valdir þeir J. T. Thorson,
séra J. A. Sigurðsson og Guðm. Gríms-
son dómari.
Eftir að nefndin var fullskipuð, tók
hún til starfa fyrir alvöru. Verkefnið,
sem framundan henni lá, var mikið, því
hún leit svo á, að það væri í hennar
verkahring, að gera ferðina sem aðgengi-
legasta, til þess að sem flestir gætu tek-
ið þátt í henni og heimsótt ættlandið á
hinni tilkomumiklu hátíð þess.
Fyrirkomulagið, sem nefndin kom sér
niður á við undirbúning þessa máls, var
að ná sambandi við allar aðalbygðir Is-
lendinga, og fá þar kosnar nefndir, sem
stæðu svo í sambandi og ynnu með aðal-
nefndinni í Winnipeg, og tókst þetta
þegar í byrjun vonum fremur. Nefnd-
inni í Winnipeg var einnig ljóst þegar
í byrjun, að óhugsanlegt væri að vinna
verk það, sem þurfti að vinna og koma
í framkvæmd, án mikils fjár. Spursmál-
ið var því: Hvar átti fé það að fást?
Þrír vegir virtust liggja opnastir. —
Hinn fyrsti ,að leita almennra samskota
á meðal Vestur-Islendinga. Annar, að
nefndarmenn og aðrir, er góðfúslega
vildu styrkja þetta mál, legðu fram þetta
fé. Hinn þriðji, og sá sem nefndin tók,
var að sækja um veitingu frá stjórnum
Manitoba- og Saskatchewanfylkja, og ef
þyrfti, frá ríkisstjórninni. Var þessi að-
ferð valin, eins og yður öllum er nú
kunnugt, og nefndin skýrði frá í skýrslu
sinni á þjóðræknisþinginu 1928, og það
samþykti mótmælalaust.
Eins og yður er öllum kunnugt, þá
urðu Vestur-Islendingar ekki á eitt sátt-
ir, að því er þessa fjársöfnunaraðferð
nefndarinnar snerti. Álitu sumir, að al-
menningsfé ætti ekki að notast til und-
irbúnings slíkrar ferðar, og féllust held-
ur ekki á, að fé, sem neinu næmi, þyrfti
til undirbúnings ferðarinnar, og ef þess
þyrfti með, þá gætu Islendingar sjálfir
lagt það fram. Um þenna meiningarmun,
sem síðar verður minst á að nokkru,
skal hér ekki deilt, aðeins tekið fram,
hvað fyrir nefndinni vakti. Heimfarar-
nefndin áleit að nauðsynlegt væri að
setja á stofn skrifstofu i Winnipeg, sem
þeir, er heim ætluðu, gætu snúið sér til
um allar upplýsingar, eins og síðar kom
á daginn, að óhjákvæmilegt var. Henni
var Ijóst, að hjá ferðum til ýmissa bygð-
arlaga, sem Islendingar búa í víðsvegar
um álfuna, varð ekki komist. 1 þriðja
lagi, fanst nefndinni, að lúðrasveit úr
hópi Vestur-lslendinga ætti að vera með
í för þessari, en slíku var ekki unt að
koma í framkvæmd nema með miklu fé.
Og síðast langaði nefndina til að list-
rænt fólk hér vestra, sem á einn eða
annan hátt hefðu skarað fram úr og
gæti orðið Islendingum í heild til sóma,
þyrfti ekki að sitja heima, þó það hefði
ekki alveg nóg til fararinnar. Og síðast
en ekki sízt, vildi hún stuðla að því eft-
ir megni, að kynna íslenzku þjóðina út
á við, á þann hátt, að meiri áherzla
væri lögð á menningargildi hennar, en
það sem venjulegar auglýsingar draga
fram, er flestar eru samdar í hagsmuna-
skyni til arðs fyrir ýmiskonar fyrirtæki,
sem spretta upp við slík tækifæri.
Með þessi verkefni í huga, fór nefnd-
in þess á leit við Þjóðræknisfélagið, á
þingi þess árið 1928, að það veitti henm
heimild til að bæta við sig starfsmönn-
um eftir þörfum, og var sú bón veitt.
Einnig kaus þingið þá í nefndina dr. Sig.