Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 142

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 142
124 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA á þessu ári veitti, úr sjóði eða á annan hátt, einhverja upphæð, er þinginu kæmi saman um, í viðurkenningarskyni fyrir vel unnið starf, sagnaskáldinu góðkunna J. Magnús Bjarnasyni í Elfros. Áleit hann að heppilegast myndi vera, að fé- lagið tæki mál þetta á dagskrá, að það þar með gerði tilraun til að mynda fastan sjóð, stofnsjóð (Foundation), er bæri eitthvert ákveðið nafn, er skýrði tilgang hans, og vöxtum þessa sjóðs yrði svo varið árlega til verðlauna veitingar Isl. rithöfundum vestan hafs, en þó þar með skilið að fyrsti veit- ingahafi yrði skáldið góðkunna er áður hefði verið nefnt. Sjóðinn gæti Félag- ið stofnað með því að setja til síðu ein- hverja ákveðna upphæð til þess að hyrja með, og leita svo gjafa í hann frá ári til árs, meðal þeirrra er styðja vildi þesskonar fyrirtæki. ðskaði hann eftir að þingið tæki þetta til meðferðar. Fór hann þar næst nokkrum orðum um ritverk J. Magnúsar Bjarnasonar og henti á í hvaða þakklætis skuld Is- lendingar stæðu við hann. Að máli þessu var gerður hinn bezti rómur. Með þvi töluðu séra Guðm. Arnason, Jóh. Eiríksson, Ásm. P. Jóhannsson, er sagðist vera málinu með- mæltur og ef hægt væri að mynda sjóð á viðeigandi hátt skyldi hann nú þegar gefa til hans $25.00. Halldór Gíslason spurði þá flutingsmann hvaða nafn hann hefði hugsað sér fyrir sjóðnum. R. Pétursson svaraði, að sjóðurinn mætti heita “Bókmentasjóður Stephans G. Stephanssonar, til styrktar íslenzkum rithöfundum”, að öðru leyti hefði hann ekki um nafnið hugsað. Ásgeir Bjarna- son mælti með sjóðstofnun, sömuleiði3 Mrs. Byron er kvaðst fús að leggja fram $5.00. J. K. Jónasson mælti með málinu en áleit heppilegast að ekkert nafn væri við sjóðinn tengt að svo- stöddu. Jónas Jónasson talaði með málinu og hét sinni aðstoð. Séra J-. P. Sólmundsson mælti með en kvaðst ekki fella sig við orðalag flutningsmanns að öllu leyti. Jón Jónatansson talaði um nafnið, vildi að sjóðurinn yrði nefndur “Viðurkenningarsjóður”. Árni Eggerts- son sagðist álita heppilegast að fá þetta mál 3 manna nefnd er hefði það með höndum að minsta kosti fyrsta árið. Tillaga Ásg. Bjamason og Halldór Gísla- son, að kosin sé þriggja manna nefnd, er færi með málið til næsta þings. Jón J. Bíldfell benti á að fyrst væri að ganga frá bendingu flutningsmanns um að stofna sjóð, lagði til að þingið að- hiltist þá bendingu og ákvæði að stofna slíkan sjóð, og setti fyrir honum reglu- gerð um' hversu með hann skyldi farið. samþykt. Ásm. P. Jóhannsson gerði þá breytingartiliögu við þá er fram var komin að vísa málinu að svo komnu til stjórnarnefndar. Stutt af Guðj. Frið- riksson og samþ. Ó. S. Thorgeirsson vakti máls á þvi, hvort ekki væri við- eigandi að vekja athygli Islands stjórn- ar á máli þessu. Á. Eggertsson gat þess að hann hefði minst á þetta mál í sumar, og þvi verið vel tekið. Fyrir hönd fræðslumálanefndar flutti J. J. Bíldfell eftirfarandi álit: “Það blandast víst engum hugur um það, að fræðslumálin eru eitt af aðal- verkefnum Þjóðræknisfélagsins. Á sama tíma og þau eru hið göfugasta hugsjón- armið hjá félaginu sjálfu og öllum öðr- um, sem að þvi styðja á einn eða ann- an hátt, að vekja hugi og hjörtu eldri og yngri Vestur-Islendinga til þess sem fegurst er og bezt í fari íslenzku þjóð- arinnar. Verkefni þau sem Þjóðræknisfélagið, eða deildir þess hafa sérstaklega haft með höndum á árinu, er íslenzku-kensla og framsögn á islenzku af börnum og unglingum. Hvoru tveggja þetta hefir tekist ágætlega vel á árinu og eiga allir hlutaðeigendur þakkir skilið fyrir á- huga sirin í þeim efnum og vel unnið verk. 1 sambandi við fræðslumálin vill nefnd- in benda á, að fræðslumálunum, utan Þjóðræknisfélagsins hefir verið sint all- rækilega í sömu átt og Þjóðræknisfélag- ið er að vinna og starfa. Má þar til nefna söngkenslu Brynjólfs Þorláksson- ar sem er óendanlega mikils virði fyrir Þjóðræknisstarfið, því það er ef til vill ekkert, sem nær jafn vel til sálar ungl- inganna, eins og töfraregn söngtón- anna . I öðru lagi er það Choral Society,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.