Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 25
RÖGNVALDUR PÉTURSSON
3
Strax á fyrstu landnámsárunum
var farið að hugsa um, að koma upp
skólum, til þess að börn landnem-
anna ættu kost á að fá nauðsynleg-
ustu fræðslu. Barnaskóli var stofn-
aður í Sandhæða-bygðinni skömmu
eftir að Pétur settist þar að, og stóð
skólahúsið í landareign hans. Á
þessum skóla fékk Rögnvaldur sína
fyrstu fræðslu. Námsgreinirnar hafa
eflaust verið þær sömu og tíðkuðust
í barnaskólum þeirra tíma; lestur,
skrift, reikningur og svo eitthvað í
sögu og landafræði. En eðlilega
hefir tilsögnin í enskri tungu verið
nauðsynlegust sonum og dætrum
innflytjendanna. fslensku lærðu þau
í heimahúsum og af lestri þeirra
bóka, sem völ var á. Meðal yngri
nianna í Dakota bygðinni var mjög
niikil mentalöngun og lögðu margir
þeirra sig eftir hærra námi, eftir því
sem föng voru til. Þegar Rögnvald-
ur var sextán ára, byrjaði hann að
ganga á hærri skóla (High School) í
bænum Cavalier, sem var næsta þorp
við bústað foreldra hans, og stund-
aði hann þar nám í tvö ár. Eftir það
vann hann hálft annað ár í lyfjabúð
þar í þorpinu. Árið 1896 fór hann til
Winnipeg og var þar við nám önnur
tvö ár; hið fyrra í Collegiate Insti-
tute bæjarins, en hið síðara í Wesley
College.
Árið, sem hann var í Wesley Col-
lege, gerðist sá atburður, sem hafði
eflaust einna mesta þýðingu fyrir
lífsstefnu hans. Hann komst í kynni
við Rev. Franklin C. Southworth,
sem þá var ritari vesturdeildar (The
Western Conference) ameríska Uní-
tara-félagsins, en síðar forstöðu-
uiaður (President) Meadville-guð-
fræðisskólans um mörg ár. Doktor
Southworth var á ferð í Winnipeg.
Þar hafði verið stofnaður íslenskur
Únítara-söfnuður árið 1901 af Birni
Péturssyni frá Hallfreðarstöðum.
Söfnuði þessum þjónaði um þetta
leyti séra Magnús Skaptason, sem
um líkt leyti hafði gengið úr kirkju-
félaginu lútherska út af trúmála-
ágreiningi. Mun Rögnvaldur hafa
sótt kirkju hjá honum þessa tvo vet-
ur, sem hann var í Winnipeg. Dr.
Southworth hvatti Rögnvald mjög
mikið til þess að leggja fyrir sig
guðfræðisnám, með það fyrir augum,
að gerast prestur í Únítara kirkj-
unni. Varð það til þess, að hann
innritaðist haustið 1898 við guðfræð-
isskólann í Meadville í Pennsylvaníu
og stundaði þar nám næstu fjögur
árin. Þetta sama ár kvæntist hann
og gekk að eiga Hólmfríði Jónas-
dóttur Kristjánssonar frá Hraunkoti
í Aðaldal. Fór hún með honum til
Meadville og var með honum öll
námsár hans þar eystra. Byrjaði hún
starfið með manni sínum ung og
studdi hann ávalt með ráði og dáð;
enda hafði hún engu minni áhuga en
hann fyrir framgangi þeirra mála,
sem hann barðist fyrir.
Guðfræðisskólinn í Meadville var
allgömul stofnun, eftir því sem
mentastofnanir í Ameríku gerast.
Hann var stofnaður í Meadville, sem
var fremur lítill bær (með tíu til tólf
þúsund íbúa), árið 1844, að tilhlutun
Únítara vestan Allegheny fjalla, og
þar var hann 84 ár, eða til ársins
1926, er hann var fluttur til Chicago
og settur í samband við hinn mikla
Chicago-háskóla (University of Chi-
cago), án þess þó að nafni hans væri
breytt. Skólinn var frá byrjun í
fremstu röð guðfræðisskóla í Banda-