Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 32

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 32
10 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA vakti fyrir stuðningsmönnum þessa fyrirtækis með því að koma á fót riti þessu var það, sem er á allra vitorði, að hversu mörg sem blöð hafa gerst á meðal vor íslendinga, þá er þó ekki eitt einasta þeirra enn sem komið er, er hefir tekið á dagskrá trúmál í þeim skilningi, að ræða þau hlut- drægnislaust og leitast við fremur að fræða menn í þeim efnum en tefja rannsókn þeirra. . . Satt er það, að í bókmentum hverrar þjóðar kemur í ljós hennar andlega líf, en ef trúmál- in eru þar undan þegin, þá er fyrst og fremst gengið fram hjá stórum hluta bókmentanna, og svo í öðru lagi yrði stór hluti þess, sem eftir væri skilinn, óskiljanlegur vegna þess að hann er nátengdur trúarhug- sjónum þeirra, er rituðu”. Hann heldur svo áfram að segja, að ritið muni birta skáldskap og fræðandi ritgerðir, eftir því sem slíkt efni berist því. Sjálfur ritaði hann f jölda margar ritgerðir í Heimi, þar á með- al æfisöguágrip ýmsra merkra manna. Mörg afbragðs kvæði eftir Stephan G. Stephansson, Kristinn Stefánsson og fleiri vestur-íslensk skáld birtust í honum. Um það leyti og séra Rögnvaldur byrjaði starf sitt sem prestur í Win- nipeg var, auk safnaðarins í Winni- peg, frjálslyndur söfnuður á Gimli, sem séra Jóhann P. Sólmundsson þjónaði, og svo einhverjar leifar af söfnuðum þeim eða safnaðarhlutum í Nýja-íslandi, sem fylgt höfðu séra Magnúsi Skaptasyni, þegar hann breytti um trúmálastefnu hér um bil tólf árum áður. Nokkrir menn voru þess fýsandi, að meiri samvinna og nánari kynni kæmust á milli þessara frjálslyndu safnaða; Þess vegna var það, að séra Magnús boðaði til fundar á Gimli vorið 1901, í því skyni, að stofna til meiri samtaka meðal þeirra, sem aðhyltust trúar- skoðanir Únítara. Nær tuttugu manns úr ýmsum íslenskum bygðar- lögum komu þar saman dagana 16. til 18. júní, og var þá stofnað “Hið únítariska fríkirkjufélag Vestur-ís- lendinga”. Til hafði verið áður fé- lagsmyndun af svipuðu tæi meðal safnaðanna í Nýja-fslandi, sem fylgt höfðu séra Magnúsi, og var það nefnt “Fríkirkjufélag fslendinga í Ame- ríku”. Ekki er mér kunnugt um, hversu lengi það félag var við lýði. Helstu hvatamenn að stofnun hins nýja kirkjufélags voru þeir Rögn- valdur, Jóhann Sólmundsson og Eln- ar Ólafsson frá Firði í Mjóafirði. Félagið hélt annað þing sitt í lok júlí mánaðar 1903 og var þá nafninu breytt og það nefnt “Hið únítariska kirkjufélag Vestur-fslendinga”. — Eftir það hélt félagið ársþing flest árin fram að stríðinu mikla, en með- an það stóð yfir var að mestu leyti uppihald með þinghald, uns “Hið sameinaða kirkjufélag íslendinga í Norður-Ameríku” var stofnað. Stofnun hins sameinaða kirkjufé- lags átti sér langan aðdraganda, og að miklu leyti var hún verk séra Rögnvalds. Tjaldbúðarsöfnuður í Winnipeg hafði verið stofnaður af séra Hafsteini Péturssyni. Hann var frá byrjun lútherskur söfnuður, með sams konar trúarstefnu og aðrir lútherskir söfnuðir meðal Vestur- fslendinga, þó að hann lengi vel stæði utan við hið lútherska kirkju- félag. Árið 1903 varð séra Friðrik Bergmann prestur Tjalbúðarsafnað- ar, og nokkru eftir að hann fór að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.