Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 32
10
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
vakti fyrir stuðningsmönnum þessa
fyrirtækis með því að koma á fót riti
þessu var það, sem er á allra vitorði,
að hversu mörg sem blöð hafa gerst
á meðal vor íslendinga, þá er þó ekki
eitt einasta þeirra enn sem komið er,
er hefir tekið á dagskrá trúmál í
þeim skilningi, að ræða þau hlut-
drægnislaust og leitast við fremur
að fræða menn í þeim efnum en tefja
rannsókn þeirra. . . Satt er það, að í
bókmentum hverrar þjóðar kemur í
ljós hennar andlega líf, en ef trúmál-
in eru þar undan þegin, þá er fyrst
og fremst gengið fram hjá stórum
hluta bókmentanna, og svo í öðru
lagi yrði stór hluti þess, sem eftir
væri skilinn, óskiljanlegur vegna
þess að hann er nátengdur trúarhug-
sjónum þeirra, er rituðu”. Hann
heldur svo áfram að segja, að ritið
muni birta skáldskap og fræðandi
ritgerðir, eftir því sem slíkt efni
berist því. Sjálfur ritaði hann f jölda
margar ritgerðir í Heimi, þar á með-
al æfisöguágrip ýmsra merkra
manna. Mörg afbragðs kvæði eftir
Stephan G. Stephansson, Kristinn
Stefánsson og fleiri vestur-íslensk
skáld birtust í honum.
Um það leyti og séra Rögnvaldur
byrjaði starf sitt sem prestur í Win-
nipeg var, auk safnaðarins í Winni-
peg, frjálslyndur söfnuður á Gimli,
sem séra Jóhann P. Sólmundsson
þjónaði, og svo einhverjar leifar af
söfnuðum þeim eða safnaðarhlutum
í Nýja-íslandi, sem fylgt höfðu séra
Magnúsi Skaptasyni, þegar hann
breytti um trúmálastefnu hér um bil
tólf árum áður. Nokkrir menn voru
þess fýsandi, að meiri samvinna og
nánari kynni kæmust á milli þessara
frjálslyndu safnaða; Þess vegna
var það, að séra Magnús boðaði til
fundar á Gimli vorið 1901, í því
skyni, að stofna til meiri samtaka
meðal þeirra, sem aðhyltust trúar-
skoðanir Únítara. Nær tuttugu
manns úr ýmsum íslenskum bygðar-
lögum komu þar saman dagana 16. til
18. júní, og var þá stofnað “Hið
únítariska fríkirkjufélag Vestur-ís-
lendinga”. Til hafði verið áður fé-
lagsmyndun af svipuðu tæi meðal
safnaðanna í Nýja-fslandi, sem fylgt
höfðu séra Magnúsi, og var það nefnt
“Fríkirkjufélag fslendinga í Ame-
ríku”. Ekki er mér kunnugt um,
hversu lengi það félag var við lýði.
Helstu hvatamenn að stofnun hins
nýja kirkjufélags voru þeir Rögn-
valdur, Jóhann Sólmundsson og Eln-
ar Ólafsson frá Firði í Mjóafirði.
Félagið hélt annað þing sitt í lok
júlí mánaðar 1903 og var þá nafninu
breytt og það nefnt “Hið únítariska
kirkjufélag Vestur-fslendinga”. —
Eftir það hélt félagið ársþing flest
árin fram að stríðinu mikla, en með-
an það stóð yfir var að mestu leyti
uppihald með þinghald, uns “Hið
sameinaða kirkjufélag íslendinga í
Norður-Ameríku” var stofnað.
Stofnun hins sameinaða kirkjufé-
lags átti sér langan aðdraganda, og
að miklu leyti var hún verk séra
Rögnvalds. Tjaldbúðarsöfnuður í
Winnipeg hafði verið stofnaður af
séra Hafsteini Péturssyni. Hann var
frá byrjun lútherskur söfnuður, með
sams konar trúarstefnu og aðrir
lútherskir söfnuðir meðal Vestur-
fslendinga, þó að hann lengi vel
stæði utan við hið lútherska kirkju-
félag. Árið 1903 varð séra Friðrik
Bergmann prestur Tjalbúðarsafnað-
ar, og nokkru eftir að hann fór að