Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 107
Eftir Einar P. Jónsson
Víða hríslast greinar af lífstré ís-
lensku þjóðarinnar; svo að segja
undir handarjaðrinum á landnámi
Stephans G. Stephanssonar, þar sem
blámar fyrir hinum hrikalegu Kletta-
fjöllum í Alberta-fylkinu, stendur
niðri í gróðursælli lægð dálítið
bóndabýli, sem af óhjákvæmilegum
astæðum finnur viðkvæman hljóm-
grunn í sál þeirra ís-
lendinga, er að garði
ber, 0g grípur jafnframt
engan veginn óverulega
!nn í menningarsögu ís-
lenskrar þjóðar. f viss-
Um skilningi má svo að
°rði kveða að á bóndabæ
þessum sé um andlegt
°& þjóðernislegt þríbýli
að ræða; aldurhnigin,
tigin kona af alskotskri
ætt, nýtur þar skjóls; er
Su Eleanor Sveinbjörns-
s°n, ekkja “víkingsins með barns-
bjartað,” Sveinbjörns Sveinbjörns-
Se>nar tónskálds; innan sömu veggja
ræður ríkjum dóttir hennar, Helen
Sveinsbjörnsdóttir, og maður henn-
ar> Ralph Lloyd, sonur canadisku
sléttunnar.
í öndverðum ágústmánuði sumarið
1939, er við hjónin komum úr heim-
b°ði vestan af Kyrrahafsströnd, urð-
Um við þeirrar ógleymanlegu á-
Uægju aðnjótandi, að eiga nokkurra
ukkustunda dvöl á þessu vingjarn-
iega heimili; samtalið laut að lang-
mestu leyti að íslandi og menningu
, ess, og þó einkum fornbókmentun-
um. Húsfreyjan, Helen Sveinbjörns-
dóttir (Swinburne), hefir í allmörg
ár gefið sig að Ijóðagerð; hún er frá-
bærlega listræn kona, því auk ljóða
sinna málar hún sérkennilegar lands-
lagsmyndir, og sker út muni úr tré.
Eins og að líkum ræður, yrkir Helen
Swinburne á enska tungu; hún var
fædd, alin upp og mentuð í Edin-
burgh á Skotlandi, og
átti þess lítinn sem eng-
an kost, að nema íslensk-
una; allra síst að mæla á
hana; þó var hinn ís-
lenski eðlisþáttur henn-
ar það sterkur, að hún af
sjálfsdáð varð allvel
heima í íslendingasög-
unum, og braut til
mergjar svo að gagni
kom kjarna Edduljóð-
anna; þessi gáfaða, hálf-
íslenska kona á við
fremur örðug kjör að búa; engu að
síður leggur hún hart að sér um
öflun bóka á ensku, er að einhverju
leyti varða fsland og íslenska þjóð-
menning; hún hefir tröllatrú á
Gylfaginning, er mig minnir að hún
nefndi sköpunarsögu norrænna
þjóða.
Ljóðform Helenar Swinburne er
af skiljanlegum ástæðum alenskt;
þó er grunntónn ýmissa kvæðanna
hánorrænn, hrein-íslenskur; í raun-
inni eru norrænu yrkisefnin henni
lang hugstæðust, eins og eftirfarandi
kvæði svo afdráttarlaust leiðir í ljós: