Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 52

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 52
30 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA vitorði, hver ort hafði. Birtist kvæði þetta einnig í Ingólii (síðar í Hrönn- um Einars 1913, bls. 99—101) og er frábærlega glöggskygn og samúðar- rík lýsing á skáldkonunni, list henn- ar og lífsskoðun, svo að enn standa orð höfundar að miklu leyti í fullu gildi, svo sem upphafserindið: Þú gleðst eins og hjartað sjálft þér segir, og syngur með náttúrubarnsins rödd, þú vilt að þig leiði listanna vegir til ljóssins áttar—til þess ertu kvödd. Dalasvanninn með sjálfunna menning, sólguðnum drekkur þú bragarskál, með átrúnað fastan í ungri sál á afls og kærleiks og fegurðar þrenning. Þetta kvæði, og ýms önnur, sem ort voru til Huldu, bera því ein sér vitni, að ljóð hennar féllu í frjósam- an jarðveg; var það henni bæði á- nægjuefni og hvatning til fullkomn- unar í skáldskapnum. En eins og vænta mátti, og Einar víkur að í lokaerindinu í kvæði sínu, fýsti menn að vita, hver sá söngvasvanni væri, er duldist undir Huldu-heitinu. Ekki varð það samt almenningi kunnugt, fyr en Þorsteinn Erlingsson kvað upp úr um það í hinum snjalla “Huldupistli” sínum í Þjóðviljanum (15. júní 1905). Þar er ritað um kvæði hennar, og skáldskap alment, með þeim djúpa skilningi og þeirri snild í efnismeðferð, sem búast mátti við af slíku listaskáldi og Þorsteinn var, enda er það hið áhrifaríkasta, sem um Huldu hefir verið ritað. Vakti grein þessi athygli almennings á henni, einkum þulum hennar, og varð hún skjótt eftirlætisbarn ljóð- elskra manna og kvenna í landinu; en aðalástæðan var auðvitað sú, að henni hafði tekist að slá á þá strengi, sem bergmáluðu í sál þjóðarinnar, með því að endurvekja, fegra og fága, þulurnar íslensku, sem sprottn- ar eru beint undan tungurótum og hjartarótum sjálfrar alþýðunnar. Þorsteini verður einnig tíðræddast um þulur Huldu í pistli sínum, eink- um hið gullfagra kvæði hennar þeirrar ættar, er hún nefnir “Ljáðu mér vængi”: “Grágæsa móðir! ljáðu mér vængi”, svo eg geti svifið suður yfir höf. Bliknuð hallast blóm í gröf, byrgja Ijósið skugga tröf; ein eg hlýt að eiga töf eftir á köldum ströndum, ein eg stend á auðum sumarströndum. Langt í burt eg líða vil, ljá mér samfylgd þína! Enga vængi á eg til, utan löngun mína, utan þrá og æskulöngun mína. Lof mér við þitt létta fley litið far að binda; brimhvít höf eg óttast ei eða stóra vinda. Okkar biður blómleg ey, bak við sund og tinda, bak við sæ og silfurhvíta tinda. Eftir mér hún ekki beið,— ytst við drangann háa sá eg hvar hún leið og leið langt í geiminn bláa, langt í geiminn vegalausa, bláa. Bendir Þorsteinn síðan á það, hvað honum þyki merkilegast í þessu lat- lausa og léttstíga kvæði og skýrir það meðal annars þannig: “Það eru yndisómarnir úr þulum okkar og þjóðkveðskap, þeir, sem allra sætast hafa bergmálað í instu og viðkvæm- ustu hjartastrengjum okkar allra, sem höfum elskað þá, og þó man eg hvergi eftir að eg hafi heyrt þá svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.