Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 33
RÖGNVALDUR PÉTURSSON
11
þjóna honum, gekk söfnuðurinn í
lútherska kirkjufélagið. En á næstu
árum hneigðist hugur séra Friðriks
meira og meira í frjálslyndisáttina.
Risu út af því nokkrar deilur milli
hans og kirkjufélagsins, sem leiddu
til þess, að Tjaldbúðarsöfnuður og
nokkrir fleiri gengu úr félaginu árið
1909. Milli þessara úrgengnu safn-
aða var lauslegt samband, en kirkju-
félag mynduðu þeir ekki. Prestar
voru fengnir frá íslandi til að þjóna
þeim, nema Tjaldbúðarsöfnuði, sem
séra Friðrik þjónaði til dauðadags
1917.
Einhvern tíma á þessum árum 1915
eða 16 mun því fyrst hafa verið
hreyft, að hinir frjálslyndu söfnuðir,
sem úr kirkjufélaginu höfðu gengið,
og Únítarasöfnuðirnir mynduðu ein-
hverskonar samband sín á meðal.
Ekki er mér kunnugt um hverjir áttu
upptökin að því. Árið 1916 var hald-
inn samtalsfundur í Únítara kirkj-
unni í Winnipeg, til að ræða um
þetta mál, og komu þar saman all-
niargir menn frá báðum hliðum. Ekki
voru þó neinar ákvarðanir teknar á
þessum fundi, og leið svo nokkur
tími að ekkert var frekar að hafst.
En eftir dauða séra Friðriks komst
aftur nokkur skriður á málið. Um
það leyti þjónaði séra Jakob Krist-
insson frjálslyndu söfnuðunum í
Saskatchewan. Var hann þess fýs-
andi, að söfnuðirnir sameinuðust
Úníturum og vann mikið að því. Var
málið svo undirbúið, mest af séra
Rögnvaldi og honum. Séra Jakob
hvarf nokkru síðar heim til íslands.
Árangurinn af sameiningar umleit-
unum þessum varð sá, að meiri hluti
Tjaldbúðarsafnaðarins og Únítara
söfnuðurinn í Winnipeg sameinuð-
ust. Sumir meðlimir Tjaldbúðar-
safnaðar voru andvígir sameining-
unni, og gengu þeir víst flestir í
lútherska söfnuðinn í Winnipeg.
Urðu af þessu deilur nokkrar og
málaferli út af kirkjueign Tjald-
búðar-safnaðar, eins og kunnugt er;
en ekki skal frekar farið út í það
mál hér. Sem eðlilegt var, kom séra
Rögnvaldur þar mikið við sögu sem
helsti talsmaður annars aðila.
Það var skilningur hlutaðeigenda
þegar söfnuðirnir sameinuðust, að
hinn nýi söfnuður skyldi fá prest
frá íslandi. Fór séra Rögnvaldur
því til íslands árið 1921, eins og frá
hefir verið sagt, og útvegaði þar
Ragnar E. Kvaran fyrir prest til
safnaðarins. Kom séra Ragnar vest-
ur í ársbyrjun 1922. Var þá strax
farið að vinna að stofnun nýs kirkju-
félags. Var fundur haldinn um vet-
urinn í Wynyard í Saskatchewan til
að ræða um stofnun þess. Voru á
þeim fundi auk séra Rögnvalds og
áðurnefndra presta, sem voru ný-
komnir frá fslandi, séra Albert E.
Kristjánsson, þá prestur Únítara-
safnaðanna í Grunnavatns- og Álfta-
vatns bygðinni, nú í Blaine, Wash.,
og nokkrir safnaðarfulltrúar. Næsta
ár var svo hið “Sameinaða kirkjufé-
lag íslendinga í Norður-Ameríku”
stofnað, og gengu allir Únítara-söfn-
uðir í það og nokkrir hinna, sem
gengið höfðu úr kirkjufélaginu
lútherska; aðrir fengu þjónustu hjá
prestum þess; en einhverjir gengu
aftur inn í kirkjufélagið lútherska.
Með stofnun þessa kirkjufélags
lagðist hið únítariska kirkjufélag
Vestur-fslendinga niður.
Stofnun félagsins var verk séra
Rögnvalds fremur en nokkurs annars