Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 96
74
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
skeð, ef eitthvað annað hefði eigi
skeð. En þó er erfitt að stilla sig
um að spyrja: Á hvaða stigi væri
andlegur þroski mannkynsins — hvar
almenn lestrarþekking og alþýðu
fræðsla — hvar skólar og menta-
stofnanir, listir og vísindi, hvar hin-
ar ódýru bækur og bókasöfn, sem nú
eru á hverju strái — hvar tímaritin
og dagblöðin með sínum undrakrafti
til að vekja og móta hugsunarháttinn
— og umfram alt annað — hvar væri
tryggingin fyrir áframhaldi og við-
haldi þekkingarinnar í heiminum, ef
aldrei hefði fundist hagkvæmari
eða fljótari aðferð til að framleiða
bækur en fjöðurstafurinn og blek-
byttan?
Vér lesum í mannkynssögunni, og
í blöðunum nú daglega, með hryll-
ingi um hrundar borgir og brend
bókasöfn. Alexandríu bókasafnið,
sem brann að miklu leyti á dögum
Júlíusar Cesars, og tvisvar síðar fyr-
ir innrás kristinna manna og Mo-
hameds manna, átti að sögn hátt upp
í miljón bóka og rita. Til allrar
hamingju var all mikið af því til í
afskriftum annarsstaðar. En mestu
ógrynni fórust þó þar fyrir fult og
alt. Eru jafnvel nöfn sumra þeirra
bóka kunn. Þetta er aðeins eitt dæmi
af ótal mörgum um öll lönd — alla
leið að vorum heimadyrum. Enginn
veit víst með fullri vissu, hve mikið
eyðilagðist í Árnasafni forðum.
Nú gengur skeggöld og skálmöld
um allan hinn mentaða heim, og andi
gjöreyðingarinnar fer hamförum.
Sprengjur falla í þúsunda tali dag-
lega ofan í borgir og bygðir manna.
f Lundúnaborg einni hafa svo milj-
ónum skiftir bóka og annars prentaðs
máls eyðilagst af stríðsins völdum.
En þó mun tiltölulega lítið af and-
legu erfðafé mannkynsins hverfa úr
heiminum að fullu og öllu, og er
það auðvitað prentlistinni að þakka.
Mann hryllir við að hugsa um af-
leiðingarnar, ef öðruvísi hefði á
staðið.
Vér vitum eigi, hvað framtíðin
ber í skauti sínu. Vér stöndum ef til
vill á þröskuldi stórkostlegra bylt-
inga. En vonandi á þó þessi stóriðja,
þessi “móðir framfaranna”, þessi
“verndari listanna”, enn langt til
kvölds. Mig langar til að lifa og
deya í þeirri fullvissu, að hin prent-
aða bók verði oss og niðjum vorum
um langan aldur enn
“ljós í lágu hreysi — og
langra kvelda jóla eldur.”
Hvar bergfaðmur hár skýlir broshýrri sveit,
Þeir bjuggust með tárum í hamingjuleit.—
Þeim læknuðust sárin, en lífseig varð trygð
Á líðandi árum í ríkari bygð;
Og lokuðust brár, sneri hugurinn heim.
Það hnígur mörg báran að ströndunum þeim.
Steingr. Arason