Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 28
6
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
stjóri. Ritstjórnina hafði hann þó
ekki á hendi nema rúmt ár, 1913—14.
Mun hafa orðið nokkur ágreiningur
milli hans og sumra útgefendanna
viðvíkjandi stefnu blaðsins, þó lítið
kæmi það opinberlega í ljós, og skal
ekki frekar út í það farið hér.
Með september byrjun 1915 tók
séra Rögnvaldur aftur við prests-
þjónustu við Únítara-söfnuðinn og
hafði hana aftur á hendi sex ár, eða
rúmlega það, uns Ragnar E. Kvaran
kom frá íslandi í ársbyrjun 1922. Á
þessum sex árum gerðust all miklar
breytingar í kirkjumálum Vestur-
fslendinga, sem séra Rögnvaldur átti
mikinn þátt í, og verður vikið að
þeim síðar. Seint á þessu sex ára
tímabili gekk Heimskringla aftur í
hendur hans, þó ekki svo, að hann
yrði ritstjóri hennar, heldur varð
hann einn mest ráðandi maðurinn í
útgáfunefndinni, og ráðsmaður blaðs-
ins og prentsmiðjunnar lengst af
þaðan í frá og til dauðadags, eða hér
um bil tuttugu ár. Á þessum árum
vann hann þó stöðugt að kirkju-
málum, bæði beinlínis og óbeinlínis,
gegndi prestsverkum, þegar þess
þurfti með og gerði blaðið, að svo
miklu leyti sem því varð við komið,
að málgagni hinnar frjálslyndu trú-
málahreyfingar meðal Vestur-fs-
lendinga. Þess er þó vert að geta
hér, að Heimskringla hafði frá byrj-
un vega sinna verið fylgjandi hinum
frjálslyndari mönnum í trúmálunum.
Flestir, sem um séra Rögnvald
hafa skrifað, hafa tekið það fram, að
kirkjumálastarfsemin hafi verið ann-
ar meginþátturinn í lífsstarfi hans;
en hinn hafi verið þjóðræknisstarfið,
og er það mála sannast. Hinar mörgu
ferðir hans til íslands, og hann fór
fleiri ferðir þangað en flestir aðrir
Vestur-íslendingar, stóðu í sambandi
við annaðhvort kirkjulega eða þjóð-
ræknislega starfsemi. Fyrstu ferð
sína til íslands fór hann árið 1912,
og var hún fyrst og fremst kynnis-
för. Aftur fór hann heim 1921, í
þeim tilgangi að útvega presta til
safnaða hér. Komu þá hingað vest-
ur fyrir milligöngu hans þeir Ragnar
E. Kvaran og Eyjólfur J. Melan.
Varð Ragnar prestur Sambandssafn-
aðarins í Winnipeg en Eyjólfur tók
við þjónustu safnaða í Nýja-íslandi.
Séra Friðrik Friðriksson, nú prestur
á Húsavík, var áður kominn vestur
og orðinn prestur hjá söfnuðum í
Saskatchewan. Þriðju íslandsferð-
ina fór hann 1928. Var þá byrjaður
undirbúningur fyrir þátttöku Vest-
ur-fslendinga í hátíðahöldunum
1930, sem minst verður á síðar. Enn
fór hann heim 1929 og dvaldi þá í
Reykjavík fram á sumar 1930, eða
þar til hátíðahöldunum var lokið. Og
loks fór hann tvær ferðir 1934 og
1937. Á flestum þessum ferðum var
kona hans með honum og oft einhver
af börnum þeirra.
Séra Rögnvaldur varð margs kon-
ar heiðurs aðnjótandi. Árið 1928
var hann sæmdur doktors nafnbót
(Doctor of Divinity) af Meadville-
guðfræðisskólanum, og 1930 var hann
gerður heiðursdoktor í heimspeki af
háskóla íslands. Var hann einn af
átta Vestur-fslendingum, sem hlutu
sams konar heiður við það tækifæri.
Loks var hann 1939 sæmdur stór-
riddarakrossi fálkaorðunnar. Nafn-
bætur þessar og heiðursmerki voru
viðurkenning fyrir framúrskarandi
starf, sem hann leysti af hendi í
kirkjumálum og þjóðræknismálum