Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 61
HULDA SKÁLDKONA
39
IV.
Með hinum mörgu ritum sínum í
óbundnu máli hefir Hulda einnig
sýnt, að hún er fyllilega hlutgeng
á því sviði bókmenta vorra og skipar
þar sess sinn með sæmd.
Hún fór myndarlega af stað með
smásögum sínum í Æskuástum I og
II (1915 og 1919); fer hún þar
mjúkum höndum um viðkvæmt efni
og heldur vel á söguefninu t. d. í
sögunni “Sumar”. Meira kveður þó
að sögunum “Þegar mamma deyr
ung” °g “Átthagar” í Tvær sögur
(1918); frásögnin og persónurnar
eru lifandi, sér í lagi í seinni sög-
unni, sem er bæði fastmótaðri og
efnismeiri; árekstrinum milli útþrár
og átthagaástar er vel lýst. Er ekki
erfitt að rekja þræðina héðan til
skáldsögu Huldu: “Dalafólk, bæði
um efnisval og þá lífsskoðun, sem
þar gengur sigrandi af hólmi.
Sögurnar tíu í safninu TJndir
steinum (1936), ritaðar á árunum
1905—1931, eru allar vel sagðar og
hugnæmar, yfirlætislausar, en taka
athygli lesandans föstum tökum, því
að þær eru skýrar og sannar lífs-
myndir, þó hvorki séu þær stórfeldar
að efni né sérstaklega tilþrifamikl-
ar að frásagnarhætti. Mest ber þar
a göfgi og góðleik, eins og Huldu er
mest að skapi, en þó er ekki sam-
feldur sumar- og sólskinsblær yfir
sögum þessum; skuggar og skin
skiftast þar á, sorgir og gleði. Efnið
er sótt í íslenskt sveitlíf að fornu
°g nýju. Lýsa þessi orð úr einni
sögunni vel viðhorfi skáldkonunnar:
‘‘Eg elska íslenska ættgöfgi, ís-
lenska menningu. Eg vil gjörast
einn þeirra hlekkja, er tengja saman
fortíð og nútíð ættjarðar minnar —
hennar sönnu fortíð og nútíð. Verja
mína eigin ætt og óðal og vera öðrum
fyrirmynd; þótt eg viti hvað örðugt
það er.”
Einhver þróttmesta sagan í safn-
inu er “Röddin”, prýðisgóð endur-
sögn á íslenskri þjóðsögu. Annars
eru sögur þessar þrungnar hinni ríku
fegurðarást, sem altaf einkennir
Huldu, samúð og kvenlegum næm-
leik tilfinninganna; málið er að
venju mjúkt og ljóðrænt.
Alveg hið sama má segja um
greinasafn hennar Myndir (1. og 2.
prentun 1924), með því allra feg-
ursta, sem hún hefir ritað í óstuðluðu
máli, og um æfintýrasöfn hennar
Beröu mig upp til skýja (1930) og
Fyrir miöja morgunsól (1938). í
fyrra safninu eru mörg falleg æfin-
týri, t. d. “Helsingjar fljúga”, en hin
síðari eru í heild sinni hinn hug-
þekkasti skáldskapur, óslitinn lof-
söngur íslenskrar náttúrufegurðar.
Þau eru og allfjölbreytt að efni, því
að hér segir frá mönnum og dýrum,
huldum vættum og verum, árstíð-
unum og öðrum fyrirbrigðum nátt-
úrunnar. En löngum eru frásagn-
irnar jafnhliða glöggar táknmyndir
mannlífsins sjálfs og örlaga mann-
anna barna.
Auðug ímyndun skáldkonunnar og
djúp innsýn hennar njóta sín vel í
þessum æfintýrum, því að þar leyf-
ist henni að sjá gegnum holt og hæð-
ir og gæða alt lífi og máli. En jafn-
framt því, sem æfintýrin gerast í
drauma- og hugarheimi skáldkon-
unnar, hvíla þau, að öðrum þræði, á
raunhæfum grundvelli eigin reynslu
hennar, minninganna frá bernsku- og
æskuárum hennar í sveitinni menn-
ingarauðugu og hugþekku á Norður-