Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 61

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 61
HULDA SKÁLDKONA 39 IV. Með hinum mörgu ritum sínum í óbundnu máli hefir Hulda einnig sýnt, að hún er fyllilega hlutgeng á því sviði bókmenta vorra og skipar þar sess sinn með sæmd. Hún fór myndarlega af stað með smásögum sínum í Æskuástum I og II (1915 og 1919); fer hún þar mjúkum höndum um viðkvæmt efni og heldur vel á söguefninu t. d. í sögunni “Sumar”. Meira kveður þó að sögunum “Þegar mamma deyr ung” °g “Átthagar” í Tvær sögur (1918); frásögnin og persónurnar eru lifandi, sér í lagi í seinni sög- unni, sem er bæði fastmótaðri og efnismeiri; árekstrinum milli útþrár og átthagaástar er vel lýst. Er ekki erfitt að rekja þræðina héðan til skáldsögu Huldu: “Dalafólk, bæði um efnisval og þá lífsskoðun, sem þar gengur sigrandi af hólmi. Sögurnar tíu í safninu TJndir steinum (1936), ritaðar á árunum 1905—1931, eru allar vel sagðar og hugnæmar, yfirlætislausar, en taka athygli lesandans föstum tökum, því að þær eru skýrar og sannar lífs- myndir, þó hvorki séu þær stórfeldar að efni né sérstaklega tilþrifamikl- ar að frásagnarhætti. Mest ber þar a göfgi og góðleik, eins og Huldu er mest að skapi, en þó er ekki sam- feldur sumar- og sólskinsblær yfir sögum þessum; skuggar og skin skiftast þar á, sorgir og gleði. Efnið er sótt í íslenskt sveitlíf að fornu °g nýju. Lýsa þessi orð úr einni sögunni vel viðhorfi skáldkonunnar: ‘‘Eg elska íslenska ættgöfgi, ís- lenska menningu. Eg vil gjörast einn þeirra hlekkja, er tengja saman fortíð og nútíð ættjarðar minnar — hennar sönnu fortíð og nútíð. Verja mína eigin ætt og óðal og vera öðrum fyrirmynd; þótt eg viti hvað örðugt það er.” Einhver þróttmesta sagan í safn- inu er “Röddin”, prýðisgóð endur- sögn á íslenskri þjóðsögu. Annars eru sögur þessar þrungnar hinni ríku fegurðarást, sem altaf einkennir Huldu, samúð og kvenlegum næm- leik tilfinninganna; málið er að venju mjúkt og ljóðrænt. Alveg hið sama má segja um greinasafn hennar Myndir (1. og 2. prentun 1924), með því allra feg- ursta, sem hún hefir ritað í óstuðluðu máli, og um æfintýrasöfn hennar Beröu mig upp til skýja (1930) og Fyrir miöja morgunsól (1938). í fyrra safninu eru mörg falleg æfin- týri, t. d. “Helsingjar fljúga”, en hin síðari eru í heild sinni hinn hug- þekkasti skáldskapur, óslitinn lof- söngur íslenskrar náttúrufegurðar. Þau eru og allfjölbreytt að efni, því að hér segir frá mönnum og dýrum, huldum vættum og verum, árstíð- unum og öðrum fyrirbrigðum nátt- úrunnar. En löngum eru frásagn- irnar jafnhliða glöggar táknmyndir mannlífsins sjálfs og örlaga mann- anna barna. Auðug ímyndun skáldkonunnar og djúp innsýn hennar njóta sín vel í þessum æfintýrum, því að þar leyf- ist henni að sjá gegnum holt og hæð- ir og gæða alt lífi og máli. En jafn- framt því, sem æfintýrin gerast í drauma- og hugarheimi skáldkon- unnar, hvíla þau, að öðrum þræði, á raunhæfum grundvelli eigin reynslu hennar, minninganna frá bernsku- og æskuárum hennar í sveitinni menn- ingarauðugu og hugþekku á Norður-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.