Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 147
ÞINGTÍÐINDI
125
Þessu nœst var samþykt að fresta
fundi til kl. 9.30 að morgni.
Að kvöldinu höfðu “The Young Ice-
landers” skemtisamkomu. Voru þar
helst til skemtana Mrs. W. J. Líndal,
lögkona, með rœðu, Einar Árnason, kap-
teinn í hernum með stutta ræðu, Stefán
Sölvason og William Mulhearn með
hljóðfæraslátt og Eric Sigmar með ein-
söngva. Hefir hann bassaróm mikinn
°g hreimfagran svo undrum sætir fyrir
íafn ungan dreng. Fleira var þar og
til skemtana, og fóru vist allir heim til
sín ánægðir yfir kvöldinu.
ÞRIÐJI FUNDUR
Fundur var settur enn á ný kl. 10 að
uaorgni þann 20. febrúar. Þingbók síð-
asta fundar var lesin og samþykt at-
hugasemdalaust.
há las ritari skýrslu frá deildinni
“Snæfell” í Churchbridge, er hljóðar
svo:
Ársskýrsla þj óðrœknisdeildarinnar
"Snœfell" Churchbridge, Sask.,
fyrir órið 1939.
Þeildin hefir starfað með svipuðum
hætti og undanfarin ár. Aðalstarfið lot-
ið að þvi að efla og auka bókasafnið, og
stuðla að því að sem flestir geti haft not
af því.
hrír starfsfundir hafa verið haldnir á
ariuu, og nefndarfundir þegar ástæða
hefir þótt til.
^eildin starfaði að mestu leyti að
^udirbúningi íslendingadagsins. Af
^rstökum ástæðum var dagurinn, að
psu sinni, haldinn 10. júlí, og fóru þar
ram ræðuhöld, söngur og ýmiskonar
rþróttir.
siöastliðnu hausti flutti einn aE
0 nendum deildarinnar, og meðlimur
cnnar jafnan síðan, hr. Eyjólfur Gunn-
hióS°n’ hur^u hr bygðinni. Hafa þau
t °U Eyjólfur og Sigríður kona hans,
fél 1 ^í^irrr1 °S góðan þátt í íslensku
a8slífi i þessari bygð, um langt skeið.
Sa ar Þeim haldið fjölment skilnaðar-
sæti, þakkað vel unnið starf og ósk-
að farsældar og góðs gengis í þeirra
nýju heimkynnum vestur á Kyrrahafs-
strönd.
Deildinni er það fyllilega ljóst að
starfið hefir hvorki verið mikið eða
margbrotið. En vonar hinsvegar að
það megi verða til að auka samúð og
skilning á þjóðræknismálunum, svo
langt sem áhrif þess ná.
Virðingarfylst,
B. E. Hinriksson, forseti
Einar Sigurðsson, ritari
—Churchbridge, Sask.,
16. febrúar 1940.
Séra Guðm. Árnason gerði tillögu, er
Ásm. P. Jóhannsson studdi, að þessari
skýrslu sé veitt viðtaka, eins og hún
var lesin, — samþykt.
Þá las séra Valdemar J. Eylands, for-
maður Sögunefndar, skýrslu þeirrar
nefndar, undirritaða af skrifara nefnd-
arinnar, Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni.
Skýrsla sögunefndarinnar
Eins og þingið minnist, skipaði það í
fyrra níu manna nefnd með þeim fyrir-
mælum að hún skyldi þegar hefjast
handa og láta byrja á að rita land-
námssögu Vestur-lslendinga, ef hún sæi
til þess nokkra möguleika. Var henni
jafnframt bent á vissan mann til þess
að vinna verkið — það var skáldið Þ. Þ.
Þorsteinsson.
1 nefndina voru þeir skipaðir, sem
hér segir og þeim leyft að bæta við sig
eftir þörfum: J. K. Jónasson, Soffanias
Thorkelsson, Sveinn Pálmason, séra
Jakob Jónsson, séra R. Marteinsson, séra
V. J. Eylands, E. P. Jónsson, Prof. Rich-
ard Beck og Sig. Júl. Jóhannesson.
Nefndin tók til starfa tafarlaust og
mun þingið ætlast til að hún geri nokk-
ur skil starfa sinna. Á árinu hefir hún
haldið alls tíu fundi. Hún hóf starf sitt
með því að kalla til fundar 24. febrúar
1939 var þá séra V. J. Eylands kosinn
forseti og Sig. Júl. Jóhannesson skrifari.
Á þessum fundi var það ákveðið að
reyna að ná sem fyrst samtali við stjórn