Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 80

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 80
58 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA með þér við verkið. Það getur hann samt ekki, því að hann hefir svo mörgu öðru að sinna.” “Eg geri mér það að góðu, þó að eg sé einn við verkið,” sagði Bessi; “en altaf þykir mér það skemtilegra, þegar hann kemur til mín, ekki síst þegar hann lyftir undir stóru stein- ana með mér. Hann þreytist heldur aldrei á að tala við mig, og þykir mér vænt um það. Auðvitað skil eg samt fæst af því, sem hann er að segja mér.” Bessi var hjá okkur góða stund þann dag og sagðist koma aftur um næstu helgi. Svo var það eitt kvöld stuttu síðar, að Harrigan kom enn á ný til okkar, og sýndist okkur að honum vera allmikið niðri fyrir. “Jæja, hvernig gengur það nú?” sagði einn af íslensku piltunum við hann, þegar hann var sestur. “Það versnar altaf,” sagði Har- rigan, tók reykjarpípu úr vasa sín- um, setti tóbak í hana og fór að reykja. “Það er mér næst skapi, að láta piltinn fara. Hann þreytir mig á ýmsa lund.” “Er hann að verða hyskinn við vinnuna?” spurði Jón. “Nei, langt frá því,” sagði Har- rigan og saug pípuna fast; “hann er ötull og dyggur verkmaður, og það með afbrigðum. Hann hamast við vinnuna og færist í aukana meir og meir með degi hverjum, grefur upp grjótið úr jörðinni, veltir stóru stein- unum ofan brekkuna og hrúgar þeim upp í háa hauga. Hann er geðprýðin sjálf holdi íklædd, er síglaður og viljugur og sérlega góður við dreng- inn minn. En hann kann ekki að beita öxi, getur ekki mjólkað kýrnar, og gefur hestinum stærri skamt af maísmjöli en þörf er á. Og svo er hitt, að í hvert sinn sem eg kem til hans, þegar hann er að vinna, þá gefur hann það ávalt til kynna á einhvern hátt, að hann ætlist til þess, að eg fari að vinna með sér. Um alt þetta fæst eg samt ekki svo mjög, nú orðið, því að eg er farinn að venjast því. Það er annað, sem mér þykir verra, og get ekki staðist það til lengdar: Hann er sem sé byrjað- ur á því, að fara á fætur nokkru fyr- ir sólaruppkomu, og stundum strax og dagur ljómar, og fer þá undir eins að vinna við grjótið, eða höggva í eldinn. En þó að hann fari hljóð- lega, þegar hann er að fara á fætur, og gangi hægt um gólfið og láti hurðir aftur með gætni, þá vakna eg samt æfinlega um leið og hann fer út úr húsinu. Eg hefi hvað eftir annað reynt að gera honum það skiljanlegt, að þetta sé ekki sá rétti fótaferðar- tími á mínu heimili, og að hann megi ekki fara svona snemma á fætur á meðan eg er húsbóndi hans. En eg býst við, að hann hafi ekki skilið mig, og vil eg því biðja ykkur að láta hann vita, hvers eg ætlast til af honum í þessu efni.” Piltar lofuðust til að minnast á þetta við Bessa, og glaðnaði þá yfir Harrigan. Og litlu síðar kvaddi hann okkur og gekk ofan í námubæinn, til þess að finna frændfólk sitt, sem þar átti heima. Næsta sunnudag, nokkuð snemma, kom Bessi til okkar, og var hinn kátasti. Hann var hjá okkur fram eftir deginum, og rétt áður en hann lagði af stað heim, spurði Jón hann, hvort hann kynni ennþá vel við sig 1 vistinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.