Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 102
80
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
norðaustan rigningar og kuldi. —
“Það er klæddra manna veður, segja
frændur mínir hér um slóðir, sem eru
hraustmenni, en mér leiðast rigning-
ar. Þá er nú þokan, henni gengur
mér líka illa að venjast, þó getur
hún verið falleg. Eg hefi séð hana
í mörgum myndum; stundum eins
og ljósar, léttar slæður flögri um
fjallatindana og hlíðarnar, stundum
eins og ófreskju, sem æðir yfir
landið þrungin af úlfúð og grályndi.
Svo er lágþokan, sem hylur undir-
lendið, en bláir fjalladrangar gnæfa
hér og þar upp úr þokuhafinu. Ef
maður er staddur einn einhversstaðar
uppi í háum hömrum og horfir lengi
út yfir þetta haf, getur mann sundl-
að undarlega, manni getur jafnvel
dottið í hug að hér sé maður strand-
aður á eyðiskeri einhversstaðar úti
í eilfðarsæ. — Svo alt í einu rofar
til í lofti, sólin skín og breytir út-
sýninu. Þokan sýnist gullhaf,
mbrgungolan dreifir henni þar til
hún hverfur og verður að engu. Dag-
urinn gullinn og glæstur brosir yfir
landinu og maður spyr: Hvað er orð-
ið úr þokunni og öllum missýning-
unum? Svo er um óvissuna; dagarnir
verða stundum langir í aðgerðaleys-
inu, þoka læðist um hugann. Hverj-
um degi verður þó að nægja sín þján-
ing. Mig langar oft að komast þang-
að, sem hörðust er hríðin í þessari
Heljarslóðar orustu. Hefir þú enn
þá sömu skoðun í landaþrætumálinu?
Eg kýs fremur að liggja dauður,
en liggja flatur undir fótum þeirrar
þrælmensku, sem nú ætlar sér yfir-
ráðin. Mér flýgur oft í hug goða-
sagan, sem gamla konan sagði mér í
vor. Mátt guðanna hafa Bretar
ekki, en samskonar hugrekki eiga
þeir. Mig dreymir um, að upp úr
rústunum, sem núna brenna, rísi
mannfélagið hreinna í huga og ein-
lægara, missýningarnar verði færri.
Það er ekki óhugsanlegt að eftir
þessa ísöld hatursins og eldsumbrot
sprengjanna, opnist augu þjóðanna
fyrir verulegri siðmenning, sem
stjórnist af heilbrigðu viti og mann-
úð. Hugsjónir fortíðarinnar og
draumar framtíðarinnar gætu þá að
einhverju leyti orðið að veruleika,
en ekki eingöngu innantóm orð,
hljómur, ■ sem er stundum gott að
grípa til, þegar verið er að villa um
fyrir viti og vilja mannanna.
Þetta er eftirskot af hugsjóna-
ræðu frá í gærkvöld, sem eg hélt yfir
besta vini mínum hér í herbúðunum.
Jim er Canada-maður eins og eg,
ættaður frá Austur-Canada, þar sem
veðurblíða, stórvaxinn gróður og
fagurt landslag vex í augum hans
um helming við samanburðinn hér
heima. Hann þjáist af óyndi, varð
fyrir vonbrigðum út af því að komast
ekki til Englands til að kynnast nán-
ar ofbeldis Inquisition Hitlers og
taka þátt í dauðadansi siðmenningar-
innar, þetta eru hans orð yfir stefnu
Nazista og stríðið. Jim segist hafa
gengið í herinn af persónulegum og
eigingjörnum ástæðum, hreinni og
beinni æfintýralöngun, öðru máli se
að gegna með mig, sem hafi lagt af
stað í pílagrímsferð til að bjarga
hugsjónum og guðseðli mannkyns-
ins. Hann spáir því að menn hjakki
eftir sem áður í miðjum hlíðum að
þessu stríði loknu. Jim er besti
drengur, en á stundum erfitt með
geðsmunina. Hann er ágætur drátt-
listarmaður og hefir teiknað fjölda
smámynda sem sýna að hann hefir