Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 51
Eftir prófessor Richard Beck
Skáldkonan Hulda er ímynd
og fulltrúi tigins kveneðlis á
skáldþingi islendinga.
Jakob Jóh. Smári,
(í Skírni 1934)
I.
Hulda skáldkona hefir verið þjóð-
kunn fyrir ljóð sín í meir en aldar-
þriðjung, en fjörutíu ár eru nú liðin
síðan fyrstu kvæði hennar komu fyr-
ir almenningssjónir. Það voru “Þrjú
smákvæði”, er prentuð voru í kvenna-
blaðinu Framsókn. Jarðþrúður Jóns-
óóttir, dóttir Jóns háyfirdómara
Péturssonar og síðar kona Hannesar
þjóðskjalavarðar Þorsteinssonar,
skáldmælt vel og listelsk, var þá rit-
stjóri blaðsins; fylgdi hún kvæðun-
um úr hlaði með vinsamlegri grein
°g spáði vel fyrir hinni ungu og ó-
þektu skáldkonu.
Hver, sem las kvæði þessi (þau
eru á bls. 27—29 í Kvæöum Huldu,
er út komu 1909), sannfærist fljótt
um það, að ummæli Jarðþrúðar voru
ekki út í bláinn; þessi þrjú æsku-
Jjóð eru eigi stórbrotin—enda hafa
Þýðleikinn og fegurðin jafnan verið
megineinkenni kvæða Huldu—,en
bér er svo mjúkt gripið í strengina
°S víða skáldlega til orða tekið, að
óvenjulegt mátti teljast af byrjanda
1 Ijóðagerðinni. Á það sérstaklega
v>ð um fyrsta kvæðið (“Þar uni eg
best”), en fyrstu fjórar vísur þess
eru á þessa leið:
Best eg uni allar stundir
yndi fann eg hvergi meira—
Þar sem grænum gróðrarörmum
grasið vefur hlíðargeira.
Þar sem háir hamradrangar
horfa þöglir fram í dalinn;
þar sem lindin ljúfa niðar
lágt í svölum skugga falin.
Grannar birkihríslur hneigja
höfuð sín í vestanblænum.
Þar eg undi oft á kvöldin
ein í friði’ langt frá bænum.
Þar er kyrð og þar er næði,
þar er gott að hvíla og dreyma;
eins og blátær elfarstraumur
augnablikin framhjá streyma.
Hulda var þá tvítug að aldri og
ókunn utan sýslu sinnar; hefi eg það
fyrir satt, að henni hafi orðið skiln-
ingsrík ummæli Jarðþrúðar hin
mesta uppörvun til frekari viðleitni
í skáldskaparáttina. Enda vita þeir
það best, sem fengist hafa við ljóða-
gerð eða aðra bókmentaiðju, hve
mikils virði fyrsti skilningur og
fyrsta viðurkenning er ungum höf-
undi, ekki síst, þegar sérstaklega til-
finninganæm skáldsál á hlut að máli.
Vorhretin hafa mörgum nýgræðingn-
um orðið að þroskatjóni eða fjör-
tjóni; kyrkt þá svo í vexti, að þeir
biðu þess aldrei bætur. Fagnaðar-
efni er það, að þau örlög biðu ekki
Huldu.
Eftir prentun þessara fyrstu
kvæða, fór hún að birta ljóð í dag-
blöðunum, einkum Ingólfi í Reykja-
vík. Er nokkur af ljóðum hennar
höfðu komið þar út, orti Einar Bene-
diktsson mjög fallegt kvæði til
hennar, undir dulnefninu “Ármann”,
en þó mun það hafa verið á flestra