Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 34
12
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
eins manns, þó að hann nyti þar ein-
huga stuðnings starfsbræðra sinna
og leikmanna yfir höfuð, sem töldu
sig fylgjandi hinni frjálslyndu trú-
málastefnu. Það sem fyrir honum
vakti var sameining allra frjáls-
lyndra Vestur-íslendinga í einn
kirkjulegan félagsskap, sem hann
áleit vera hið mesta nauðsynjamál.
Og í því sem í öðru, sem hann beitti
sér fyrir, fylgdi hann skoðun sinni
fram með miklum áhuga.
Meðan hann þjónaði söfnuðinum
í Winnipeg í fyrra skiftið og þau
árin, sem hann var útbreiðslustjóri,
vann hann að stofnun safnaða til og
frá. í Álftavatnsbygðinni (nú Lund-
ar) var stofnaður Únítara söfnuður
árið 1908, og mun hann að mestu
leyti hafa undirbúið stofnun hans.
Næsta ár var stofnaður söfnuður í
eystri hluta bygðarinnar, Grunna-
vatnsbygðinni, sem svo var nefnd, og
í þeirri safnaðarmyndun mun hann
einnig hafa átt nokkurn þátt; en að
miklu leyti var sú safnaðarmyndun
verk séra Alberts E. Kristjánssonar,
sem þá var við guðfræðisnám og
starfaði þessi sumur í þessum bygð-
um. Árið 1910 stofnaði séra Rögn-
valdur söfnuð í Foam Lake, Sask.,
en sá söfnuður starfaði ekki lengi,
enda fluttust sumir áhugasömustu
meðlimir hans burt til fjarlægra
staða skömmu síðar. Sama ár var
söfnuður stofnaður í Riverton og
átti hann nokkurn þátt í stofnun
hans, og sömuleiðis annara safnaða,
sem stofnaðir voru eftir að hið sam-
einaða kirkjufélag var myndað; en
ekki er mér að öllu leyti kunnugt um
stofnun þeirra safnaða. Hann var
ávalt í stjórnarnefnd kirkjufélagsins
eða í ráðum með henni. Eftir að
séra Ragnar E. Kvaran, sem var for-
seti félagsins frá því það var stofnað,
hvarf aftur heim til íslands, var séra
Rögnvaldur árlega kosinn útbreið-
slustjóri (Field Secretary), í heiðurs
skyni, og til þess að hann ætti sæti
í nefndinni. Var lagt að honum við
burtför séra Ragnars að taka við
forseta embættinu, en hann vildi
ekki gefa kost á sér til þess.
Hið kirkjulega starf séra Rögn-
valds var, eins og sjá má af þessu,
margþætt og umfangsmikið; hann
var prestur í þjónustu safnaðar
mörg ár; hann vann að útbreiðslu og
eftirliti með kirkjulegri starfsemi,
bæði beinlínis og óbeinlínis, næstum
fjörutíu ár; hann ritaði fjölda rit-
gerða um trúmál, sem birtust í Heimi
og Heimskringlu allan þann tíma,
sem hann starfaði að kirkjumálum.
Sem eðlilegt var, var hann mjög
handgenginn mörgum forustumönn-
um hinnar únítarisku kirkju í Banda-
ríkjunum, einkum dr. Samuel A.
Eliot, sem var forseti hins ameríska
Únítarafélags um margra ára skeið,
meðan séra Rögnvaldur var mest
starfandi að kirkjumálum. Naut
hann hins fylsta trausts þeirra og
einlægrar vináttu. f bréfi, sem dr.
Frederick M. Eliot, núverandi for-
seti þess félags, ritaði hinu samein-
aða kirkjufélagi við lát hans, er
þannig komist að orði: “His leader-
ship in the cause of liberal religion
among Americans of Icelandic de-
scent, on both sides of the Interna-
tional Border, won for him the pro-
found respect and admiration of his
fellow liberals throughout the coun-
try. We recognize the great con-
tribution he has made to the intel-
lectual and spiritual advancement of