Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 130
108
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Sveinn Pálmason. Hefir Soffonías sýnt
af sér það rausnarbragð, að hann ábyrg-
ist kostnaðinn þangað til fé kemur inn
fyrir umrœtt bindi, og skyldi það metið
að verðleikum. Þá var einnig kosin á
þinginu í fyrra nefnd til að halda áfram
að safna sögugögnum, en verk hennar
fellur í rauninni inn á starfssvið fyr-
nefndrar sögunefndar. Um sögumálið
vísast annars til ritgerða þeirra ritara
nefndarinnar og söguritarans í íslensku
vikublöðunum; einnig mun frekari
grein gerð fyrir því nú á þinginu.
Minjasaínið
Milliþinganefnd í því máli skipa
Bergthór E. Johnson, S. W. Melsted og
Davíð Björnsson og mun nefndin á sín-
um tíma gera grein fyrir starfinu á
árinu. Er Bergthór jafnframt minja-
safnsvörður og má félagið vera honum
stórþakklátt fyrir þá rækt, sem hann
hefir lagt bæði við að auka safnið og
hirða um það.
Félög yngri íslendingct
Deild yngra fólksins hér i Winnipeg
(“Young Icelanders”) hefir verið vel
vakandi og haft marga fundi á árinu;
þá hefir hún tekið það upp á starfsskrá
sína, að minnast Fullveldisdags íslands,
1. des., með hátíðahaldi og fer ágætlega
á því. íþróttamálin, sem aðalfélagið
hafði áður með höndum, eru nú að öllu
leyti í umsjá yngri deildarinnar, en
skýrsla um starfsemi hennar kemur
vafalaust inn á þingið. Deild yngri Is-
lendinga er einnig starfandi í Wynyard
og að því er eg best veit í Chicago. Er
hið þarfasta spor stigið með því að slík
starfsemi verði sem útbreiddust vor á
meðal.
Útgáfumál
Tímaritið, sem nú er fullprentað og
verður útbýtt á þinginu, er svipað að
stærð og innihaldi og áður. Var dr.
Rögnvaldi Pétursson að vanda falin
ritstjórn þess og vann hann að undir-
búningi ritsins langt fram yfir það, sem
kraftar hans leyfðu; en þegar heilsu-
bilun hans ágerðist, bað hann Gísla
Jónsson, ritara félagsins, um að annast
útgáfu ritsins; hefir hann þvi búið það
til prentunar og lesið prófarkir, og votta
eg honum í nafni félagsins bestu þökk
fyrir þá alúð, sem hann hefir lagt við
þetta verk, en það er tímafrekara og
umfangsmeira heldur en margur hygg-
ur. — Barnablaðið Baldursbrá hefir
einnig komið út reglulega á árinu, og
hefir dr. Sig. Júl. Jóhannesson eins og
áður verið ritstjórinn og Bergthór E.
Johnson ráðsmaður. Hafa þeir báðir
með því starfi sínu unnið félaginu mikið
verk og stórþarft. Þá ber að þakka
Steingrími kennara Arasyni fyrir all-
mörg myndamót, er notuð hafa verið í
Baldursbrá á árinu.
Rithöfundasjóður
Úr þeim sjóði var veitt síðastl. ár
$25.00 fjárupphæð til góðskáldsins vin-
sæla J. Magnúsar Bjarnasonar. Mun
milliþinganefndin, sem kosin var á
síðasta þingi til að safna í sjóðinn, gera
grein fyrir starfi sínu, en í henni
eru: Árni Eggertsson, séra Guðmundur
Árnason, séra Egill Fáfnis, séra Sigurð-
ur Ólafsson og séra Jakob Jónsson.
Ættu menn að styrkja sjóð þennan eftir
föngum, því að það er bæði þarft verk
og gott.
Fjármál
Hér gerist eigi þörf, að gera neina
grein fyrir þeim, því að féhirðir félags-
ins, Árni Eggertsson, fjármálaritari Guð-
mann Levy og skjalavörður S. W. Mel-
sted leggja að vanda fram prentaðar
skýrslur yfir fjárhag félagsins. Söfnun
auglýsinga í Tímaritið hefir að þessu
sinni gengið vonum framar, og er það
að þakka frábærum dugnaði Ásm. P-
Jóhannssonar í þvi starfi.
»wr
Skal þá bundinn endi á yfirlit þetta
yfir starfsemi félagsins á árinu. Væri
freistandi, að fara nokkrum orðum um
framtíð þess, en tíminn leyfir það eigi-
Skal það eitt undirstrikað, að áhuga-
alda sú hin sterka ,sem nú hefir risið á