Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 48

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 48
26 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA þá og hvetja til að beita sér eins og þeim er framast unt. Hæfileikar þeirra og kostir sem leiðtoga lýsa sér best í því, hversu mikið traust meðal fylgjenda sinna þeir eignast og hversu varanlegt það traust er. Séra Rögnvaldur naut slíks trausts í ríkum mæli. Ekki þó svo, að allir þeir, sem voru honum fylgjandi í þeim höfuð-málefnum, sem hann vann að, væru honum ávalt sam- dóma; þeir voru það oft ekki; en flestir munu hafa metið mikils vilja- festu hans og einbeitni og hans óbil- andi áhuga, ásamt miklum hyggind- um, í því að sjá málum sínum borgið. Þeir, sem urðu fyrir mestum per- sónulegum áhrifum frá honum, voru jafnan hans öflugustu fylgjendur, sem sýnir, hversu álit manna á hon- um og traust óx við nána viðkynn- ingu. Að sumu leyti er slíkt fylgi heppilegt og að sumu leyti er það ekki heppilegt. Hið persónulega fylgi getur orðið svo nátengt kunn- ingsskap og vináttu, að það sé jafn- vel ekki hið æskilegasta fyrir þann, sem þess nýtur. Það, sem bindur menn saman í flokka og félagsleg samtök, svo að þeir vilja vinna hver með öðrum, er vitanlega eitthvert samræmi í skoðunum; og á því eiga samtökin að grundvallast fyrst og fremst. En það er mjótt mundangs- hófið á milli hins persónulega fylgis og þess, sem verulega er sprottið af sannfæringum. Leiðtoginn, hver sem hann er, beitir sínum áhrifum sem best hann getur, og ef fylgi manna við hann er bæði bygt á trausti á honum og sannfæringum þeirra, sem fylgja honum, þá ber það vott um yfirburði hans sem áhrifamanns og flytjanda einhverra þeirra skoðana, sem menn vilja veita móttöku. Það mun engum blandast hugum um það, að séra Rögnvaldur var leiðtogi, sem ávann sér traust og fylgi, bæði vegna sinna persónulegu áhrifa og líka vegna hins, að hann tók upp verk, sem einmitt beið eftir einbeitt- um og áhugasömum leiðtoga, þegar hann byrjaði það. Hann hóf starf sitt á heppilegum tíma, og hann vann það, með aðstoð margra annara, sem öruggir lögðu hönd á plóg með honum, í þeirri trú og með því trausti, að hversu erfitt sem gengi oft og einatt, væri þó einhvers sig- urs að vænta, ef menn ynnu í ein- lægni saman; þótt þeir gætu ekki ávalt verið sammála um alt. Og sá ágreiningur, sem stundum átti sér stað milli hans og þeirra, sem með honum störfuðu, skifti oftast mjög litlu máli. Minning séra Rögnvalds lifir í þakklátum hjörtum fjölda manna; hún lifir í hjörtum samherja hans í kirkjulegu og þjóðræknislegu starfi: hún lifir í hjörtum nánustu vina hans og þeirra mörgu, sem nutu góðs af drenglyndi hans og örlæti; hún lifir í hjörtum allra íslendinga, hvar sem þeir eru, sem láta sig varða heill og sóma þjóðarinnar; því að hann helg- aði líf sitt þeim störfum, sem verða munu giftudrjúg í þróun íslenskrar menningar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.