Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 94

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 94
72 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA til þess. Þá komu og handgrafnar eir- og stálmyndir, sem sumar voru gerðar á þann hátt, að bráðnu vaxi var helt yfir fágaða stálþynnu, myndin svo dregin í vaxið með stál- broddi, síðan var saltsýru helt yfir plötuna, og át sýran þann hlutann, sem vaxið ekki huldi. Þessar að- ferðir eru seinlegar og kostnaðar- samar, en tíðkast þó enn við vandað verk af vissum tegundum. Þá er og hin svonefnda steinprentun. Fann hana upp þýskur maður í lok 18. aldar. Var hún í fyrstu í því innifal- in, að myndin, eða það sem prentast átti, var dregið andhælis með fitu- kendum litum á steinhellur af vissri tegund, sem draga í sig raka. Þegar myndin var hörðnuð, var steinninn vandlega hreinsaður og bleyttur í vatni, síðan lagður í pressuna og blekið borið á. Kom þá á pappírinn aðeins sá hluti steinsins, sem þur var og svertan toldi við. Um tíma var þessi aðferð mjög notuð við eftir- líkingar listaverka í einum eða fleiri litum. Og síðan ljósmyndagerðin var tekin í þjónustu hennar hefir hún magnast á ný og fullkomnast, og á nú lítið sammerkt við upphaf sitt nema nafnið. Flestar þær myndir, sem vér nú sjáum í blöðum og tímaritum, jafn- vel þriggja til sex lita myndir, eru samt búnar til á fljótari og ódýrari hátt. Þegar ljósmyndagerðin var uppgötvuð og komin í hagkvæmt horf um miðja nítjándu öld, leið eigi á löngu, að tekið var eftir því, að ljósmyndir var hægt að framleiða á málmþynnur eigi síður en á pappír. Reis þá upp smátt og smátt ljós- myndamóta gerðin. Er það mest- megnis fyrir samverknað ljóssins og margvíslegrar efnablöndunar, að vér fáum svo að segja á svipstundu hin svonefndu myndamót úr eiri eða sinki, sem flestir þekkja nú á dögum. »Wí Eigi má svo við skilja, að eigi sé minst á hinn óaðskiljanlega og trú- asta þjón prentlistarinnar — papp- írinn. Án hans er óvíst, að prent- listin hefði orðið það menningarafl í heiminum, sem raun varð á. Skinn hlaut ávalt að verða af skornum skamti, og vefnaðar vörur of dýrar og óhentugar enda þótt snemmendis væri farið að prenta þær til skrauts í klæðaburði. Pappír er miklu eldri uppgötvun en prentlistin, og á upp- runa síns einnig að leita í Kína. Vissa er fyrir því að pappír var fyrst búinn þar til árið 105 eftir Kr. Hafa svo spor hans verið rakin niður ald- irnar vestur á bóginn uns Márarnir stofnuðu fyrstu pappírs myllu á Spáni 1150. Sagt er að Kínverjar hafi búið pappír í fyrstu til úr trefjum innan úr berki Mórberja- trésins. En elstu sneplar, sem rann- sakaðir hafa verið, eru samt búnir til úr líntuskum, eins og tíðkaðist niður aldirnar, fram á síðustu öld. Egyptar skrifuðu að vísu á sinn papyrus full- um 3500 árum fyrir Kr. En ekki er talið, að skyldleikinn nái lengra en til nafnsins, sem er af grískum upp- runa, en tollir þó enn við jurt eina egyptska, nú fremur sjaldgæfa. Oft hefir verið sagt að Egyptar hafi skrifað á blöð þessarar jurtar, en ná- kvæm rannsókn hefir leitt í Ijós, að svo er ekki. Leggur jurtarinnar, sem er gildur og safamikill, var skorinn í þunnar flögur að endi- löngu, flögurnar svo lagðar hlið við hlið. Næst voru samskonar þynnur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.