Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 94
72
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
til þess. Þá komu og handgrafnar
eir- og stálmyndir, sem sumar voru
gerðar á þann hátt, að bráðnu vaxi
var helt yfir fágaða stálþynnu,
myndin svo dregin í vaxið með stál-
broddi, síðan var saltsýru helt yfir
plötuna, og át sýran þann hlutann,
sem vaxið ekki huldi. Þessar að-
ferðir eru seinlegar og kostnaðar-
samar, en tíðkast þó enn við vandað
verk af vissum tegundum. Þá er og
hin svonefnda steinprentun. Fann
hana upp þýskur maður í lok 18.
aldar. Var hún í fyrstu í því innifal-
in, að myndin, eða það sem prentast
átti, var dregið andhælis með fitu-
kendum litum á steinhellur af vissri
tegund, sem draga í sig raka. Þegar
myndin var hörðnuð, var steinninn
vandlega hreinsaður og bleyttur í
vatni, síðan lagður í pressuna og
blekið borið á. Kom þá á pappírinn
aðeins sá hluti steinsins, sem þur var
og svertan toldi við. Um tíma var
þessi aðferð mjög notuð við eftir-
líkingar listaverka í einum eða fleiri
litum. Og síðan ljósmyndagerðin
var tekin í þjónustu hennar hefir
hún magnast á ný og fullkomnast,
og á nú lítið sammerkt við upphaf
sitt nema nafnið.
Flestar þær myndir, sem vér nú
sjáum í blöðum og tímaritum, jafn-
vel þriggja til sex lita myndir, eru
samt búnar til á fljótari og ódýrari
hátt. Þegar ljósmyndagerðin var
uppgötvuð og komin í hagkvæmt
horf um miðja nítjándu öld, leið eigi
á löngu, að tekið var eftir því, að
ljósmyndir var hægt að framleiða á
málmþynnur eigi síður en á pappír.
Reis þá upp smátt og smátt ljós-
myndamóta gerðin. Er það mest-
megnis fyrir samverknað ljóssins og
margvíslegrar efnablöndunar, að
vér fáum svo að segja á svipstundu
hin svonefndu myndamót úr eiri eða
sinki, sem flestir þekkja nú á dögum.
»Wí
Eigi má svo við skilja, að eigi sé
minst á hinn óaðskiljanlega og trú-
asta þjón prentlistarinnar — papp-
írinn. Án hans er óvíst, að prent-
listin hefði orðið það menningarafl
í heiminum, sem raun varð á. Skinn
hlaut ávalt að verða af skornum
skamti, og vefnaðar vörur of dýrar
og óhentugar enda þótt snemmendis
væri farið að prenta þær til skrauts
í klæðaburði. Pappír er miklu eldri
uppgötvun en prentlistin, og á upp-
runa síns einnig að leita í Kína.
Vissa er fyrir því að pappír var fyrst
búinn þar til árið 105 eftir Kr. Hafa
svo spor hans verið rakin niður ald-
irnar vestur á bóginn uns Márarnir
stofnuðu fyrstu pappírs myllu á
Spáni 1150. Sagt er að Kínverjar
hafi búið pappír í fyrstu til úr
trefjum innan úr berki Mórberja-
trésins. En elstu sneplar, sem rann-
sakaðir hafa verið, eru samt búnir til
úr líntuskum, eins og tíðkaðist niður
aldirnar, fram á síðustu öld. Egyptar
skrifuðu að vísu á sinn papyrus full-
um 3500 árum fyrir Kr. En ekki er
talið, að skyldleikinn nái lengra en
til nafnsins, sem er af grískum upp-
runa, en tollir þó enn við jurt eina
egyptska, nú fremur sjaldgæfa. Oft
hefir verið sagt að Egyptar hafi
skrifað á blöð þessarar jurtar, en ná-
kvæm rannsókn hefir leitt í Ijós, að
svo er ekki. Leggur jurtarinnar,
sem er gildur og safamikill, var
skorinn í þunnar flögur að endi-
löngu, flögurnar svo lagðar hlið við
hlið. Næst voru samskonar þynnur